Tvöfalt meiri sala hjá ÁTVR í gær en á venjulegum þriðjudegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 13:59 Í gær seldust 84 þúsund lítrar af áfengi í Vínbúðunum en seinasta þriðjudag voru þeir 40 þúsund. Vísir/GVA „Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
„Ef þú miðar við þriðjudaginn 7. júní þá var tvisvar sinnum meiri sala í gær í Vínbúðunum. Þá seldust 40 þúsund lítrar en í gær seldust 84 þúsund lítrar þannig að þetta er tvöföldun miðað við hefðbundinn þriðjudag,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR aðspurð um hvort ekki hafi verið meira að gera í Vínbúðunum í gær heldur en á venjulegum þriðjudegi út af landsleik Íslands og Portúgals á Evrópumóti karla í knattspyrnu.Frá Vínbúðinni í Austurstræti í gær rétt fyrir klukkan 18.vísirÞannig var til að mynda troðfullt í Vínbúðinni í Austurstræti þegar blaðamaður Vísis var þar á ferðinni rétt fyrir klukkan 18 í gær en Sigrún segir að mögulegt sé að þar hafi verið meiri traffík en í öðrum verslunum þar sem hún sé niðri í bæ, það hafi verið gott veður og jú vissulega landsleikurinn á risaskjá á Ingólfstorgi. Dagurinn í gær var þó langt því frá eins og venjulegur laugardagur því sölutölur ÁTVR frá seinasta laugardegi 11. júní þegar 145 þúsund lítrar af áfengi seldust. Næsta laugardag, 18. júní, mætir landsliðið Ungverjalandi en ÁTVR gerir svo sem engar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er næsta helgi stærri söluhelgi en sú seinasta einfaldlega vegna þess að 17. júní er á föstudegi og því um langa helgi að ræða fyrir marga. „Við fókuserum bara á það að halda vöruflæðinu og eiga til þær vörur sem viðskiptavinirnir vilja. En við gerum í rauninni bara ráð fyrir að þetta sé annasöm vika, ekkert endilega út af landsleikjunum, en jú ég held að það sé engin spurning að leikurinn í gær hafi haft einhver áhrif á söluna,“ segir Sigrún.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00 Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Sjá meira
Umferð hrundi meðan á leik stóð Umferðarteljarar Vegagerðarinnar sýna að fáir voru á ferli í borginni í gærkveldi meðan Portúgalir og Íslendingar áttust við i St. Etienne. 15. júní 2016 12:00
Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn Portúgölum Meiri gusa í rennslisnotkun í gær eftir að flautað var til hálfleiks og leiksloka heldur en eftir íslenska atriðið í Eurovision. 15. júní 2016 09:38