Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 21:16 Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“ Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira