Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 17:02 Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga en Sylvía Hall, sem sjá má á mynd til hægri ásamt lita frænda sínum, segir ansi magnað að vera Íslendingur um þessar mundir á Færeyjum á meðan svo mikill meðbyr er með karlalandsliði Íslands. Vísir/Sylvía Hall. „Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira