Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 17:02 Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga en Sylvía Hall, sem sjá má á mynd til hægri ásamt lita frænda sínum, segir ansi magnað að vera Íslendingur um þessar mundir á Færeyjum á meðan svo mikill meðbyr er með karlalandsliði Íslands. Vísir/Sylvía Hall. „Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“ Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
„Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira