Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 09:27 Miðjumaðurinn Dagný Brynjarsdóttir fagnar marki með íslenska kvennalandsliðinu sem er í toppsæti riðils síns og hefur ekki fengið á sig mark. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í vináttuleik og um leið síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Frakklandi á föstudaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og sömuleiðis á RÚV HD klukkan 19:20 eða strax að loknum kvöldfréttatíma sem verður aðeins styttri en venjulega vegna leiksins. Kvennalandsliðið verður svo í eldlínunni á þriðjudagskvöldið þegar Makedónía kemur í heimsókn í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri tryggja stelpurnar okkar sér sæti í úrslitakeppni EM þriðju keppnina í röð en liðið var meðal þátttökuþjóða bæði á EM 2009 og 2013. Leikurinn verður í beinni útsendingu á hliðarrás RÚV, RÚV 2, og hefst klukkan 19:15. Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að hafa æfingaleik karlalandsliðsins á aðalrásinni, sem hægt er að sjá í háskerpu, og keppnisleik kvennalandsliðsins á hliðarrásinni, sem ekki er hægt að horfa á í háskerpu, hefur vakið nokkra athygli. Í liðinni viku spilaði karlalandsliðið æfingaleik í Noregi og kvennalandsliðið keppnisleik í Skotlandi. Báðir leikir voru sýndir á RÚV og frestuðust kvöldfréttatímar til klukkan 20 miðvikudags- og föstudagskvöld af þeim sökum.„Sjónvarp allra landsmanna“ Sigga Jónsdóttir, menningar- og sportáhugakona, veltir vöngum yfir dagskránni á RÚV þessa vikuna með tilliti til þessara tveggja leikja. Hún segir ekki hægt að gera svona upp á milli landsliðana og segir sjónvarp allra landsmanna þurfa að laga þetta.„Ég veit að í augum margra er þetta kannski smotterí en þessi síendurteknu smávægilegu atriði safnast saman í hugum ungra kvenna. Kvenfyrirmyndir þeirra fá minna umtal, færri fréttagreinar og síðan ýtir sjónvarp allra landsmanna þeim á RÚV 2. Þetta er ekki hægt og verður að laga.“ Undir þetta tekur knattspyrnukonan Silja Runólfsdóttir sem krefur RÚV svara og segir ákvörðunina „eiginlega til háborinnar skammar“ og vísar sömuleiðis til sjónvarps allra landsmanna. Sjónvarpskonan Steiney Skúladóttir vekur athygli á málinu á Twitter og Salka Sól Eyfeld tónlistarkona lætur sér líka við færslu vinkonu sinnar. RÚV 2 ekki aðgengileg öllumHliðarrás RÚV er reglulega notuð til þess að sýna frá kappleikjum í íþróttum enda fjölmargir landsmenn sem hafa lítinn áhuga á íþróttum og láta iðulega í sér heyra þegar landsleikir eða aðrir íþróttaviðburðir riðla fréttatímum eða vikulegir sjónvarpsþættir falla niður. Gallinn við hliðarrásina, RÚV 2, er hins vegar sá að annars vegar nær stöðin ekki til allra landsmanna og hins vegar er hún ekki aðgengileg í háskerpu. Fyrir þá sem eru vanir því að horfa á sjónvarp í háskerpu getur stökkið úr HD yfir í SD verið langt.Enn voru um 2500 miðar til sölu á viðureign Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli í gærmorgun og staðan er enn sú að nóg er eftir af miðum á leikinn sem verður sá síðasti hjá karlalandsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck hér á landi. Þá má telja líklegt að landsleikurinn verði sá síðasti hjá Eiði Smára Guðjohnsen á Laugardalsvelli en hann er markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi.Leikur kvennalandsliðsins gegn Makedónum ætti að vera formsatriði fyrir stelpurnar okkar. Eftir frækinn 4-0 sigur á Skotlandi í undankeppninni á föstudaginn þarf bókstaflega allt að ganga á afturfótunum til að okkar stelpur, sem deila toppsætinu með Skotum, fari ekki á EM. Makedónar töpuðu 9-0 gegn Slóvenum í síðustu umferð og eru á botni riðilsins án stiga.Forsetaumfjöllun í veginumFyrirspurn vegna tilhögunar leikjanna tveggja er útistandandi hjá dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Fyrir liggur að annað kvöld klukkan 19:35 hefst fyrsti þáttur RÚV þar sem hver og einn forsetaframbjóðandi er tekinn tali. Fresta þyrfti þættinum eða hliðra dagskrá til þess að leikur stelpnanna okkar yrði í beinni á RÚV og RÚV HD.Uppfært klukkan 11:08Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, hefur útskýrt hvers vegna leikurinn verður sýndur á RÚV 2. Seinni hálfleikur verður sýndur á RÚV. Nánar hér. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland með yfirhöndina gegn Skotum Ísland og Skotland mætast í kvöld í uppgjöri toppliðanna í riðli 1 í undankeppni EM 2017 í fótbolta. 3. júní 2016 10:00 Kári ekki með gegn Liechtenstein Miðvörðurinn Kári Árnason getur ekki tekið þátt í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein annað kvöld vegna veikinda. 5. júní 2016 11:49 Aron Einar hissa á að það sé ekki uppselt á leikinn gegn Liechtenstein Ekki er enn uppselt á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 5. júní 2016 12:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í vináttuleik og um leið síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Frakklandi á föstudaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og sömuleiðis á RÚV HD klukkan 19:20 eða strax að loknum kvöldfréttatíma sem verður aðeins styttri en venjulega vegna leiksins. Kvennalandsliðið verður svo í eldlínunni á þriðjudagskvöldið þegar Makedónía kemur í heimsókn í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri tryggja stelpurnar okkar sér sæti í úrslitakeppni EM þriðju keppnina í röð en liðið var meðal þátttökuþjóða bæði á EM 2009 og 2013. Leikurinn verður í beinni útsendingu á hliðarrás RÚV, RÚV 2, og hefst klukkan 19:15. Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að hafa æfingaleik karlalandsliðsins á aðalrásinni, sem hægt er að sjá í háskerpu, og keppnisleik kvennalandsliðsins á hliðarrásinni, sem ekki er hægt að horfa á í háskerpu, hefur vakið nokkra athygli. Í liðinni viku spilaði karlalandsliðið æfingaleik í Noregi og kvennalandsliðið keppnisleik í Skotlandi. Báðir leikir voru sýndir á RÚV og frestuðust kvöldfréttatímar til klukkan 20 miðvikudags- og föstudagskvöld af þeim sökum.„Sjónvarp allra landsmanna“ Sigga Jónsdóttir, menningar- og sportáhugakona, veltir vöngum yfir dagskránni á RÚV þessa vikuna með tilliti til þessara tveggja leikja. Hún segir ekki hægt að gera svona upp á milli landsliðana og segir sjónvarp allra landsmanna þurfa að laga þetta.„Ég veit að í augum margra er þetta kannski smotterí en þessi síendurteknu smávægilegu atriði safnast saman í hugum ungra kvenna. Kvenfyrirmyndir þeirra fá minna umtal, færri fréttagreinar og síðan ýtir sjónvarp allra landsmanna þeim á RÚV 2. Þetta er ekki hægt og verður að laga.“ Undir þetta tekur knattspyrnukonan Silja Runólfsdóttir sem krefur RÚV svara og segir ákvörðunina „eiginlega til háborinnar skammar“ og vísar sömuleiðis til sjónvarps allra landsmanna. Sjónvarpskonan Steiney Skúladóttir vekur athygli á málinu á Twitter og Salka Sól Eyfeld tónlistarkona lætur sér líka við færslu vinkonu sinnar. RÚV 2 ekki aðgengileg öllumHliðarrás RÚV er reglulega notuð til þess að sýna frá kappleikjum í íþróttum enda fjölmargir landsmenn sem hafa lítinn áhuga á íþróttum og láta iðulega í sér heyra þegar landsleikir eða aðrir íþróttaviðburðir riðla fréttatímum eða vikulegir sjónvarpsþættir falla niður. Gallinn við hliðarrásina, RÚV 2, er hins vegar sá að annars vegar nær stöðin ekki til allra landsmanna og hins vegar er hún ekki aðgengileg í háskerpu. Fyrir þá sem eru vanir því að horfa á sjónvarp í háskerpu getur stökkið úr HD yfir í SD verið langt.Enn voru um 2500 miðar til sölu á viðureign Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli í gærmorgun og staðan er enn sú að nóg er eftir af miðum á leikinn sem verður sá síðasti hjá karlalandsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck hér á landi. Þá má telja líklegt að landsleikurinn verði sá síðasti hjá Eiði Smára Guðjohnsen á Laugardalsvelli en hann er markahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi.Leikur kvennalandsliðsins gegn Makedónum ætti að vera formsatriði fyrir stelpurnar okkar. Eftir frækinn 4-0 sigur á Skotlandi í undankeppninni á föstudaginn þarf bókstaflega allt að ganga á afturfótunum til að okkar stelpur, sem deila toppsætinu með Skotum, fari ekki á EM. Makedónar töpuðu 9-0 gegn Slóvenum í síðustu umferð og eru á botni riðilsins án stiga.Forsetaumfjöllun í veginumFyrirspurn vegna tilhögunar leikjanna tveggja er útistandandi hjá dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni. Fyrir liggur að annað kvöld klukkan 19:35 hefst fyrsti þáttur RÚV þar sem hver og einn forsetaframbjóðandi er tekinn tali. Fresta þyrfti þættinum eða hliðra dagskrá til þess að leikur stelpnanna okkar yrði í beinni á RÚV og RÚV HD.Uppfært klukkan 11:08Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, hefur útskýrt hvers vegna leikurinn verður sýndur á RÚV 2. Seinni hálfleikur verður sýndur á RÚV. Nánar hér.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ísland með yfirhöndina gegn Skotum Ísland og Skotland mætast í kvöld í uppgjöri toppliðanna í riðli 1 í undankeppni EM 2017 í fótbolta. 3. júní 2016 10:00 Kári ekki með gegn Liechtenstein Miðvörðurinn Kári Árnason getur ekki tekið þátt í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein annað kvöld vegna veikinda. 5. júní 2016 11:49 Aron Einar hissa á að það sé ekki uppselt á leikinn gegn Liechtenstein Ekki er enn uppselt á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 5. júní 2016 12:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Ísland með yfirhöndina gegn Skotum Ísland og Skotland mætast í kvöld í uppgjöri toppliðanna í riðli 1 í undankeppni EM 2017 í fótbolta. 3. júní 2016 10:00
Kári ekki með gegn Liechtenstein Miðvörðurinn Kári Árnason getur ekki tekið þátt í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein annað kvöld vegna veikinda. 5. júní 2016 11:49
Aron Einar hissa á að það sé ekki uppselt á leikinn gegn Liechtenstein Ekki er enn uppselt á vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld. 5. júní 2016 12:25