Innlent

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Perlunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Perlunni.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram í Perlunni. Vísir/Stefán
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna þann 25. júní næstkomandi mun næstu daga eingöngu fara fram í Perlunni í Reykjavík.

Utanfundaratkvæðagreiðslan hófst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en í tilkynningu frá embættinu segir að hún færist í Perluna frá og með morgundeginum, 9. júní.

Opið verður alla daga milli 10 og 22 en lokað 17. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×