Sport

Ronaldo tekjuhæstur | Conor nýr á listanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano Ronaldo á fyrir salti í grautinn.
Cristiano Ronaldo á fyrir salti í grautinn. vísir/getty
Cristiano Ronaldo er orðinn tekjuhæsti íþróttamaður heims í fyrsta skipti á ferlinum en Forbes var að gefa út nýjan lista.

Ronaldo er nýbúinn að vinna Meistaradeildina með Real Madrid og getur nú fagnað þessum áfanga á ferli sínum. Forbes segir að hann hafi verið með 10,8 milljarða króna í laun á síðasta ári.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem annað hvort Tiger Woods eða Floyd Mayweather er ekki á toppnum. Tiger er í tólfta sæti listans og Mayweather því sextánda.

Lionel Messi er næsttekjuhæstur með litla 10 milljarða slétta í árslaun. LeBron James er svo þriðji og Roger Federer fjórði.

Nýr á lista er síðan Íslandsvinurinn úr UFC, Conor McGregor, en hann smellir sér í 85. sætið með 2,7 milljarða í laun á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×