Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 15:15 María Helga Guðmundsdóttir er landsliðskona í karate. Mynd/Karatesamband Íslands Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans. Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Landsliðskona í karate sem jafnframt er íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78 ætlar að segja frá stöðu hinsegin fólks í íþróttum á hádegisfundi ÍSÍ á miðvikudag. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á mjög athyglisverðan hádegisfund í sal E í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal á miðvikudaginn en fundurinn mun standa yfir frá klukkan 12.00 til 13.00. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá fundinum á heimasíðu sinni. Viðfangsefni fundarins er mál sem hefur komið meira og meira inn í umræðuna að undanförnu eftir að hafa verið alltof lengi á bak við tjöldin. Spurningin sem á að svara á fundunum á miðvikudaginn er eftirfarandi: Hvernig er að vera hinsegin íþróttamanneskja á Íslandi í dag? María Helga Guðmundsdóttir, landsliðskona í karate, íþróttaþjálfari og jafningjafræðari á vegum Samtakanna '78, fjallar um stöðu hinsegin fólks í íþróttum og leiðir til að stuðla að því að allt íþróttafólk geti hámarkað árangur og ánægju í íþróttaheiminum. María Helga vann í vetur gull og brons á opna sænska meistaramótinu í Malmö í mars og hún vann einnig silfur í í kumite kvenna á Norðurlandamótinu í Álaborg í Danmörku í apríl. Í fyrirlestrinum hennar Maríu Helgu verður ýmsum umræðuefnum velt upp og þar á meðal þessum þremur: Hvað er kynjakerfið og hvernig hefur það áhrif á íþróttamenningu? Hvað þýða hugtök eins og intersex og kynsegin? Hvernig birtast fordómar á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna í íþróttum? Hvaða reglur gilda um þátttöku trans og intersex fólks í kynjaskiptum keppnisíþróttum? Og hvað er hægt að gera sem þjálfari eða liðsfélagi til að styðja hinsegin fólk í íþróttum og stuðla að opnu og fordómalausu umhverfi? Fundurinn verður líka tekinn upp og gerður aðgengilegur á heimasíðu ÍSÍ nokkrum dögum seinna. Það er hægt að skrá sig á fundinn hér og lesa meira um fundinn inn á fésbókarsíðu hans.
Aðrar íþróttir Hinsegin Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira