Reyna að ná utan um fjölda hestaleiga Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2016 06:00 Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru starfandi í landinu. Fréttablaðið/Stefán Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í landinu þrátt fyrir að eiga að sinna eftirliti með velferð hrossanna. Hestaleigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kortleggja stöðu hestatengdrar ferðamennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi.Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MASTSigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Matvælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hestaleiga að skrá sig á vef stofnunarinnar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöðunni.“Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Fréttablaðið/GVASamkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna sem hingað koma til landsins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyrirtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira