Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 15:49 Sigmundur Davíð birti bókhald sitt í dag til þess að færa sönnur á að hafa staðið í skilum. Hann hins vegar skilaði ekki inn CFC framtali, líkt og kveðið er á um eigi fólk félög á lágskattasvæðum. Samsett/Valli/Ernir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að ef hlutaðeigandi skattaðili leiðir skattstofna réttilega út á skattframtali sínu eða fylgiblaði án þess að fylla út CFC eyðublöð sé ekki gerð sérstök athugasemd við þann framtalsmáta verði skattstofnar réttilega ákvarðaðir. Ef vafi sé á slíku sé skorað á aðilann að bæta úr og skila CFC eyðublöðum ásamt fylgigögnum. „Eyðublöðin um CFC eru fyrst og fremst verkfæri til að leiða fram skattstofna en breyta í sjálfu sér engu um yfirferð skattframtala eða skattskyldu, hvort eyðublöðin séu fyllt út eða skattstofnar leiddir fram með öðrum hætti,“ segir Skúli Eggert. Hins vegar sé stefnt að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að stefnt sé að því að gera útfyllingu CFC eyðublaða ófrávíkjanlega. Vísir/Anton BrinkLíkt og greint var frá í dag opnaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, bókhald sitt og eiginkonu sinnar, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna aflandsfélagsins Wintris Inc. Sigmundur greindi frá því á heimasíðu sinni að ekki hafi verið skilað inn svokölluðu CFC framtali vegna félagsins, enda hafi verið um að ræða verðbréfaeign í vörslu og fjárstýringu banka og tekjur af verðbréfum. CFC félag er erlent félag, sjóður eða stofnun sem staðsett eru á lágskattasvæðum en reglur um slík félög voru settar árið 2010.Greint var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að skattalagasérfræðingar hefðu sett spurningarmerki við orð Sigmundar um að honum hafi ekki verið skylt að skila inn CFC framtali. Það eigi ávallt að gera, annað sé ekki í samræmi við íslensk skattalög.Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum.Vísir/ValliSigmundur sagði jafnframt að við framtalsgerð hafi verið horft í gegnum Wintris, eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu Sigurlaugar frá því ári áður en CFC reglurnar tóku gildi. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra aðila. Þó sé sú aðferð að horfa í gegnum aflandsfélag og færa eignir og tekjur beint inn á framtöl í sjálfu sér í samræmi við meginsjónarmið laga um tekjuskatt. „Við vissar aðstæður getur skattlagningin orðið lægri en þegar horft er í gegnum félag og fært beint inn á framtal,“ segir Skúli. Sigmundur fullyrti hins vegar á heimasíðu sinni að þessi leið sem hann hafi farið hafi skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins. Þá segir Skúli að unnið sé að því að gera CFC eyðublöð rafræn og ófrávíkjanleg. „Skattframtöl þar sem reynir á eignarhald lögaðila erlendis eru þannig að vélræn yfirferð er ekki framkvæmanleg. Ríkisskattstjóri hefur nú í undirbúningi að véltaka CFC eyðublöð þar sem tilteknir reitir verða númeraðir. Þegar því verki verður lokið mun útfylling eyðublaðanna verða ófrávíkjanleg.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43 Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sigmundur Davíð opnar bókhaldið "Leiðrétting umsýslufélags á skráðu eignarhaldi 31. desember 2009 breytir engu um skattgreiðslur vegna Wintris,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 11. maí 2016 07:43
Setja spurningamerki við útskýringar Sigmundar Davíðs varðandi CFC-framtöl Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði bókhald sitt í dag. 11. maí 2016 12:03