Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 08:42 Davíð Oddsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun. Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15