Innlent

Unnsteinn Manúel verður stigakynnir í Eurovision

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Unnsteinn Manúel Stefánsson.
Unnsteinn Manúel Stefánsson. vísir/saga sig
Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson verður stigakynnir Íslands í Eurovision. Úrslitakvöld keppninnar fer fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld.

Ísland verður önnur þjóðin af fjörutíu og tveimur sem tilkynnir stigin. Unnsteinn mun einungis tilkynna stig íslensku dómnefndarinnar, en sænsku kynnarnir tilkynna sjálfir stig úr símakosningunni.

Líkt og fram hefur komið keppir Ísland ekki til úrslita í söngvakeppninni. Raunar komst engin Norðurlandaþjóð upp úr undanriðlum keppninnar þetta árið, og verða gestgjafarnir, Svíþjóð, því eina Norðurlandaþjóðin sem tekur þátt í úrslitakeppninni.

Gísli Marteinn Baldursson verður kynnir.  


Tengdar fréttir

Leiðarvísir að Eurovision-partíi

Þá er hin eina sanna Eurovision-helgi gengin í garð og þó að Greta okkar stígi ekki á svið í kvöld þá þýðir það ekki að það verði engin Eurovision-partí. Hóaðu í búningapartí, klæddu þig upp sem uppáhalds Eurovision-keppandinn þinn og keyrðu þetta í gang!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×