Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. maí 2016 18:45 Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu leitaði erlendur ferðamaður, karlmaður um fimmtugt, á bráðamóttöku Landspítalans um helgina eftir að hafa slasast í miðbæ Reykjavíkur. Var hann rifbeinsbrotinn og fékk aðhlynningu eftir því. Daginn eftir lést maðurinn. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást. „Því miður kom upp alvarlegt atvik á spítalanum um helgina. Við höfum farið í það eins og með öll slík atvik að greina það nákvæmlega og finna orsakirnar. Við tökum þessi atvik mjög alvarlega. Okkar markmið er alltaf að nýta greininguna af svona atvikum til þess að reyna að bæta þjónustuna og setja í gang allar þær umbætur sem mögulegt er til að hindra að slík atvik gerist aftur,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins og eru ferlar farnir af stað innan spítalans. Skýrslur verða teknar af öllum sem komu að meðferð sjúklingsins. En er telur Ólafur að um klár læknamistök sé að ræða? „Það er þannig að þegar svona atvik verða í meðferð sjúklinga þá er oftast um mjög margar samverkandi ástæður að ræða. Og það er einmitt þess vegna sem það er svo mikilvægt að við höfum kjark til þess að horfast í augu við greiningarnar á þessum atvikum og koma þeim síðan til umbóta,“ segir Ólafur. Á hverju ári koma upp tilfelli á Landspítala sem dauðsvöll verða eða sjúklingar verða fyrir alvarlegum varanlegum miska vegna mistaka við ummönnun eða fleiri samverkandi þátta. „Það eru um það bil átta til tólf alvarleg atvik þar sem verður skaði á sjúklingum á ári. Við höfum athugað tölur erlendis og við getum ekki betur séð en að þetta séu svipaðar tölur og eru erlendis. En okkar markmið er að þessar tölur eigi að vera núll. Það á enginn að verða fyrir skaða hér og það er það sem við erum að reyna að vinna í,“ segir Ólafur Baldursson.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira