Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson mælast með mest fylgi vísir/ernir/anton „Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira