Ný viðmið í raforkumálum eftir París Svavar Hávarðsson skrifar 20. apríl 2016 07:00 Tesla Model S á stóran þátt í því að rafbílar eru álitnir raunhæfur og eftirsóttur kostur í bílakaupum. Nordicphotos/Getty Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Loftslagssamningurinn sem þjóðir heims undirrituðu í París í desember mun þýða miklar breytingar fyrir raforkuiðnaðinn um allan heim, og þess mun gæta hérlendis rétt eins og annars staðar. Ör þróun er fyrirsjáanleg með rafbílavæðingu, millilandaviðskiptum með raforku og ekki síst þróun í rafgeymatækni. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vék að þessari þróun á vorfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hann sagði að Parísarsamkomulagið frá því í desember, þar sem þjóðir heims settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar vel innan við tvær gráður hefði sett ný viðmið fyrir samfélagið. Ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást þá er það mat Guðmundar að raforka muni gegna lykilhlutverki í þeirri þróun. Það auki kröfurnar til flutningskerfis raforku og þar með Landsnets sem hann telur að standi frammi fyrir miklum áskorunum og því fylgi nauðsynleg endurskoðun á gildandi viðmiðum fyrirtækisins eins og samfélagsins alls.Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets„Þessi þróun er þegar hafin. Það er að verða umbreyting í orkuvinnslu og á ýmsum sviðum orkunotkunar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga að,“ sagði Guðmundur og tók sem sitt fyrsta dæmi fjölda smávirkjana hérlendis, en hann taldi að slíkar virkjanir í undirbúningi myndu geta framleitt um 100 megavött. „Og við vitum að miklu fleiri eru að skoða ákveðna kosti. Þarna er orðin ákveðin þróun sem er hliðstæð því sem hefur orðið í öðrum löndum, til dæmis Noregi.“ Guðmundur nefndi einnig uppgang vindorkunnar, sem Ísland fer ekki varhluta af, og rafbílavæðingu. Eins millistór fyrirtæki sem eru að breyta sinni orkunotkun, og þar má finna dæmi í sjávarútvegi á Íslandi. Í framtíðinni gætu rafbílar byrjað að selja inn á orkukerfin, sagði Guðmundur, og í Kaliforníu í Bandaríkjunum hlaði menn sína rafbíla að nóttu til og fá rafmagn á betra verði en ef hlaðið er að degi til þegar álagið er mest. Nefndi hann sérstaklega að mögulegt sé að nota rafbílinn sem varaaflstöð fyrir heimilið ef þess gerist þörf, sem vekur athygli á heillandi þróun sem tilkomin er vegna stórstígra framfara í þróun rafgeyma, eða rafhlaðna, í bíla. „Kannski er mikilvægasta þróunin í rafgeymum þar sem þeir eru að verða stærri og hagkvæmari og við getum hugsanlega nýtt þá til að geyma raforku sem mun hafa gríðarleg áhrif á flutningskerfið og raforkukerfið allt,“ sagði Guðmundur. Orkuskipti og rafbílar á oddinnÁtta verkefni innan sóknaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun. Lögð verður fram heildstæð áætlun um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta innviði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um minnkun losunar í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Sett verður aukið fé til landgræðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 20. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira