Björk ekki fjárhagslegur bakhjarl Andra Snæs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2016 15:28 Andri Snær og Björk á fundi í Gamla bíói í nóvember. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Andri Snær Magnason snæddi með Björk og Vigdísi Finnbogadóttur á veitingahúsinu Bergson á dögunum. Hittingur þeirra var þó ekki um helgina, eins og ætla mátti af mynd sem birtist af þeim þremur í Facebook-hópnum Frægir á ferð um helgina. Andri segir í samtali við Vísi að það hafi sannarlega verið heiður að snæða með þeim Björk og Vigdísi. Það hafi verið í tilefni af því þegar viljayfirlýsing um stofnun hálendisþjóðgarðs lá fyrir. Björk og Vigdís eru miklir unnendur íslenskrar náttúru líkt og Andri Snær. Hann segir ekki vita hvort þær séu yfirlýstir stuðningsmenn hans eður ei. „Björk og Vigdís eru vinir og samherjar úr náttúruverndarbaráttunni, ég vona auðvitað að þær séu stuðningsmenn en þú verður að spyrja þær,“ segir Andri Snær. Þau Björk hafa unnið saman að verndun hálendisins og orðróm verið komið af stað um að Andri njóti fjárhagslegs stuðnings Bjarkar. Hann neitar því. „Nei, en öllum er frjálst að styrkja framboð mitt. Ég er með opinn kosningasjóð og hámarksgreiðsla er 400.000 krónur. Öllu bókhaldi verður skilað til Ríkisendurskoðunar.“Myndin úr Facebook-hópnum Frægir á ferð sem vakti athygli um helgina.Ólafur Ragnar gæti hætt við að hætta við að hætta Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, breytti landslaginu í baráttunni um forsetaembættið umtalsvert á dögunum þegar hann ákvað að bjóða sig fram í sjötta skipti. Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Ólafs. „Hann sagði eitt um áramótin og annað um daginn. Kannski skiptir hann aftur um skoðun, hver veit? Þar liggur óvissan,“ segir Andir Snær sem verið hefur á faraldsfæti um landið undanfarið. „Ég var með fínan fund á Hótel Ísafirði og meira en 200 manns komu á fund á KEA á Akureyri. Ég hitti góðan hóp á Seyðisfirði og hitti fólk óformlega á Hólmavík, Stöðvarfirði, Djúpavogi og Höfn. Ég verð á Rifi og Selfossi í vikunni og við eigum eftir að fara stærri og hring síðar í sumar. Ég þarf að komast á Bíldudal, Kópasker og Neskaupsstað.“ Aðspurður hvort hann líti helst til Vigdísar, Ólafs Ragnars eða annars sem fyrirmynd í embætti forseta Íslands segir Andri Snær: „Ég er alinn upp á tímum Vigdísar og hún hefur haft mikil áhrif á mig, í uppvexti og síðar í persónulegum kynnum. Ég hef notið góðs af fólki sem hefur verið á landinu á vegum Ólafs Ragnars í verkefnum tengdum loftslagsmálum og sé embættið sem farveg fyrir nýjar hugmyndir. Við þurfum að skerpa á hlutverki og setutíma forseta og í stjórnarskrármálinu sýnist mér að bestu lendinguna sé að finna í hugmyndum Sveins Björnssonar frá 1944.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira