Hann fannst látinn á heimili sínu Chanhassem í Minnesota í Bandaríkjunum og hefur heimurinn minnst hans undanfarna daga.
Prince var bæði afkasta- og áhrifamikill listamaður. Hann gaf út alls 39 plötur, þar á meðal tvær á síðasta ári. Þekktasta verk hans er hinsvegar Purple Rain sem kom út árið 1984 ásamt samnefndri mynd. Hlaut Prince óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í þeirri mynd auk þess sem að titillag plötunnar var útnefnt besta lag níunda áratugarins af tónlistarvefnum Pitchfork.
Prince var greinilega nokkuð sérstakur maður og hafa stjörnurnar vestanhafs oft á tíðum komið fram með sérstakar sögur af poppgoðinu. Hann var aftur á móti gríðarlega vinsæll meðal þeirra og naut ómældrar virðingar. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon minntist Prince í þætti sínum í gærkvöldi og sagði hann sögu af því þegar Prince skoraði á hann í borðtennis. Sagan er einhver sú allra skemmtilegasta sem maður hefur heyrt og má hlusta á hana hér að neðan.