Heilsugæslan ræður ekki við verkefnin Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu fyrir börn þarf að hafa tilvísun frá heimilislækni. Bið eftir tíma getur þó verið löng og fáir heimilislæknar á lausu. NordicPhotos/Getty Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Allt að mánaðarbið er eftir lausum tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðis samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Þá heyrir til undantekningar að það sé laus heimilislæknir og því flestir sem flytja nýjir í hverfi borgarinnar skráðir á stöð án heimilislæknis. Einnig hefur reynst erfitt á mörgum heilsugæslustöðvum að manna allar stöður. "Það er ekki gott að fá heimilislækna," segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, yfirlæknir á heilsugæslustöð miðbæjar. "Það er vegna langtíma skorts. Það hefur til að mynda ekki verið settur peningur í að manna námsstöður í langan tíma."Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um sjúkratryggingar kveður á um nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu hefur meðal annars það að markmiði að styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu. Þannig þurfa foreldrar að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu. Sigríður segir börn alltaf vera sett í forgang á heilsugæslustöð Miðbæjar. Aðspurð hvort stöðin ráði þó við enn meira álag með tilvísunarkerfi segir hún erfitt að spá fyrir þegar hún hafi ekki forsendurnar. "En nei, ég sé ekki fyrir mér að við ráðum við það eins og staðan er í dag."Enginn greiði við barnafjölskyldur Ólafur Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur segist styðja það fyrirkomulag að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu en það sé nauðsynlegt að efla hana um leið.Ólafur Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur"Það er verið að auka álagið á heilsugæsluna og í stað þess að auka féð í samræmi við það er tekið af henni fé vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Þetta mun leiða til lengri biðlista og því er þetta enginn greiði við barnafjölskyldur sem þurfa oft hraða þjónustu, vegna eyrnabólgu og annars slíks." Ólafur segir breytingarnar í frumvarpinu ekki trúverðugar. "Heilsugæslan er þegar sprungin og mun hún þá springa meira? Þetta er ekki aðgerð sem er ætlað að skila árangri því það er ekki verið að veita aukið fé í heilsugæsluna til að takast á við nýjar áskoranir og veruleika."Kerfið ekki fært um að veita þjónustuna Þorbjörn Jónsson formaður læknafélags Íslands tekur undir með Ólafi Alexander að heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki við þær breytingar sem eru kynntar í frumvarpinu. „Það er ekki búið að skapa þær forsendur. Heilsugæslan ræður ekki við verkefnið að fullu," segir Þorbjörn sem segir greiðan aðgang fólks að sérfræðiþjónustunni hafa létt á kerfinu hingað til. „Það er þessi greiði aðgangur sem útskýrir hvers vegna við búum að þessari góðu þjónustu. Það er óumdeilt að fyrir þá fjárhæð sem ríkið leggur í sérfræðiþjónustu, þá fær það mikla þjónustu á móti sem heilsugæslukerfið hefur ekki verið fært um að veita og verður ekki fært um að veita.“Þorbjörn jónsson, formaður læknafélags íslandsÞorbjörn segir skort á heimilislæknum standa í vegi breytingum á kerfinu. Þá gagnrýnir hann að tilvísunarkerfi hafi ekki verið skoðað betur. „Það er nauðsynlegt að sérfræðilæknar geti tilvísað sjúklingum sín á milli. Það er ekkert víst að þótt heimilislæknir vísi á lungnasérfræðing þá dugi það til. Lungasérfræðingur gæti séð að það þurfi annars konar sérfræðing eða viljað annað álit.Einfaldast að leggja fjármuni til þeirra veikustu Hann segir góða hugsun í því að létta byrðina á sjúklingum. „Mér líst vel á það markmið að greiðslubyrði þessa hóps sem mikið hefur verið rætt um sé létt. Það hefði samt verið eðlilegast að ríkið leggði einfaldlega aukna fjármuni til þeirra. Það er um það bil milljarður sem ber á milli til þessa hóps.“ Hann segir alltof skamman tíma til stefnu. „Þetta er lykilmál og því alltof skammur tími fyrir okkur að bregðast við. Það þarf að ræða ígrundað um útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni,“ segir Þorbjörn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira