Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2016 14:57 Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig? Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig?
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira