Megn óánægja yfir sjálfvirkri símaauglýsingu Betri Bílakaupa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2016 13:45 Betri Bílakaup reyndu að ná til viðskiptavina sinna með nýjum leiðum. Það gekk ekki vel. Vísir/Pjetur/Getty Bílasalan Betri Bílakaup gerði nýstárlega tilraun í markaðssetningu í mánuðinum sem gengur út á að hringja í mögulega viðskiptavini og spila sjálfvirka upptöku. Lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnunnar segir slíkt athæfi ólöglegt hafi viðskiptavinurinn ekki gefið samþykki sitt fyrir slíku fyrirfram. Um þúsund manns fengu upphringingu í mánuðinum frá sjálfvirku uppkallskerfi Betri Bílakaupa. „Halló, þetta er Binni hjá Betri Bílkaupum. Má bjóða þér að gera kostakaup á nýjum eða notuðum bíl?“ sagði rödd í símanum og bauð hlustanda að því loknu að ýta á einn eða tvo hafi hann áhuga á að kynnast fyrirtækinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þá var einnig kvenmannsrödd látin lesa texta og því voru tvær tegundir auglýsingarinnar í umferð. Brynjar Valdimarsson var erlendis þegar kynningarherferðin fór í gang.Vísir/AðsendBrynjar Valdimarsson, betur þekktur sem Binni bílasali, segir að um tilraun hafi verið að ræða sem hafi mistekist hrapallega. „Þetta kom mjög illa út og ég efast um að við notum þetta. Fólk var mjög óánægt og pirrað. Ég held við notum bara hefðbundnar kynningarleiðir hér eftir,“ segir Brynjar. Hann fór sjálfur erlendis um það leyti sem auglýsingunni var „hringt út“ en sagði starfsmenn sína hafa tekið á móti fjölda kvartana vegna uppátækisins. „Mér þótti þetta svo sniðugt en það er ekki endilega allt rétt sem manni finnst. Það er oft erfitt að ná til fólks og ég vildi með þessu aðeins bjóða fólki að græða á bílakaupum.“ Brynjar fékk hugmyndina erlendis frá og fyrirtækið sem vann vinnuna á bakvið auglýsingabrelluna er amerískt. Hann segist fá fjölda símtala sjálfur á hverjum degi þar sem sölumenn kynna hitt og þetta fyrir reksturinn en Brynjar rekur einnig Snóker og Poolstofuna Lágmúla. Brynjar segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að athæfið væri ólöglegt.Sjálfvirkar símaauglýsingar eru algengar í Ameríku en ekki hér á landi.Vísir/Getty„Ég talaði við lögfræðing áður en ég gerði þetta. Sá sagði að þetta væri allt í góðu,“ útskýrir Brynjar. „Fólk getur neitað því að fá svona en ef það hefur ekki gert það þá á þetta að vera í lagi.“ Sjaldgæfar tegundir af auglýsingumSamkvæmt lögum um fjarskipti er markaðssetning sem þessi ólögleg eins og áður segir. Í 46. grein laganna er fjallað um óumbeðin fjarskipti. „Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS), fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ segir í greininni. Þetta er sama regla og gildir um póstlista; það er í lagi að senda þeim sem sannanlega hafa skráð netfang sitt á póstlista tilboð og slíkt í tölvupósti en ekki má hefja slíkar sendingar upp úr þurru. Lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir að ekki hafi reynt á löggjöfina hvað varðar sjálfvirkt uppkallskerfi í síma hingað til. Þetta sé afar sjaldgæft á Íslandi en algengt vestanhafs. Þá hefur stofnunin ekki fengið formlega kvörtun varðandi auglýsingu Betri Bílakaupa heldur einungis fyrirspurnir um málið. Lögfræðingurinn segir stofnunina hafa fá úrræði þegar kemur að brotum á lögum um fjarskipti. Ef um ítrekuð brot er að ræða yrði lögregla þó ef til vill send á staðinn og fyrirtækið sektað. Það er ólíklegt að slíkt verði í tilviki Betri Bílakaupa þar sem auglýsingaherferðin hafði ekki jákvæð áhrif eins og fram hefur komið. „Ég bjóst ekki alveg við svona hörðum viðbrögðum ef ég á að segja eins og er. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður svo ég viti til,“ segir Brynjar. „Þetta vakti ekki lukku.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Bílasalan Betri Bílakaup gerði nýstárlega tilraun í markaðssetningu í mánuðinum sem gengur út á að hringja í mögulega viðskiptavini og spila sjálfvirka upptöku. Lögfræðingur hjá Póst-og fjarskiptastofnunnar segir slíkt athæfi ólöglegt hafi viðskiptavinurinn ekki gefið samþykki sitt fyrir slíku fyrirfram. Um þúsund manns fengu upphringingu í mánuðinum frá sjálfvirku uppkallskerfi Betri Bílakaupa. „Halló, þetta er Binni hjá Betri Bílkaupum. Má bjóða þér að gera kostakaup á nýjum eða notuðum bíl?“ sagði rödd í símanum og bauð hlustanda að því loknu að ýta á einn eða tvo hafi hann áhuga á að kynnast fyrirtækinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þá var einnig kvenmannsrödd látin lesa texta og því voru tvær tegundir auglýsingarinnar í umferð. Brynjar Valdimarsson var erlendis þegar kynningarherferðin fór í gang.Vísir/AðsendBrynjar Valdimarsson, betur þekktur sem Binni bílasali, segir að um tilraun hafi verið að ræða sem hafi mistekist hrapallega. „Þetta kom mjög illa út og ég efast um að við notum þetta. Fólk var mjög óánægt og pirrað. Ég held við notum bara hefðbundnar kynningarleiðir hér eftir,“ segir Brynjar. Hann fór sjálfur erlendis um það leyti sem auglýsingunni var „hringt út“ en sagði starfsmenn sína hafa tekið á móti fjölda kvartana vegna uppátækisins. „Mér þótti þetta svo sniðugt en það er ekki endilega allt rétt sem manni finnst. Það er oft erfitt að ná til fólks og ég vildi með þessu aðeins bjóða fólki að græða á bílakaupum.“ Brynjar fékk hugmyndina erlendis frá og fyrirtækið sem vann vinnuna á bakvið auglýsingabrelluna er amerískt. Hann segist fá fjölda símtala sjálfur á hverjum degi þar sem sölumenn kynna hitt og þetta fyrir reksturinn en Brynjar rekur einnig Snóker og Poolstofuna Lágmúla. Brynjar segir að sér hafi ekki verið kunnugt um að athæfið væri ólöglegt.Sjálfvirkar símaauglýsingar eru algengar í Ameríku en ekki hér á landi.Vísir/Getty„Ég talaði við lögfræðing áður en ég gerði þetta. Sá sagði að þetta væri allt í góðu,“ útskýrir Brynjar. „Fólk getur neitað því að fá svona en ef það hefur ekki gert það þá á þetta að vera í lagi.“ Sjaldgæfar tegundir af auglýsingumSamkvæmt lögum um fjarskipti er markaðssetning sem þessi ólögleg eins og áður segir. Í 46. grein laganna er fjallað um óumbeðin fjarskipti. „Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts, þ.m.t. hvers konar rafrænna skilaboða (SMS og MMS), fyrir beina markaðssetningu er einungis heimil þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ segir í greininni. Þetta er sama regla og gildir um póstlista; það er í lagi að senda þeim sem sannanlega hafa skráð netfang sitt á póstlista tilboð og slíkt í tölvupósti en ekki má hefja slíkar sendingar upp úr þurru. Lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir að ekki hafi reynt á löggjöfina hvað varðar sjálfvirkt uppkallskerfi í síma hingað til. Þetta sé afar sjaldgæft á Íslandi en algengt vestanhafs. Þá hefur stofnunin ekki fengið formlega kvörtun varðandi auglýsingu Betri Bílakaupa heldur einungis fyrirspurnir um málið. Lögfræðingurinn segir stofnunina hafa fá úrræði þegar kemur að brotum á lögum um fjarskipti. Ef um ítrekuð brot er að ræða yrði lögregla þó ef til vill send á staðinn og fyrirtækið sektað. Það er ólíklegt að slíkt verði í tilviki Betri Bílakaupa þar sem auglýsingaherferðin hafði ekki jákvæð áhrif eins og fram hefur komið. „Ég bjóst ekki alveg við svona hörðum viðbrögðum ef ég á að segja eins og er. Þetta hefur ekki verið gert á Íslandi áður svo ég viti til,“ segir Brynjar. „Þetta vakti ekki lukku.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira