Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 12:56 Sjálfsagt brá mörgum við þessa sjón. Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016 Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Sjá meira
Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016
Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Sjá meira
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13