Stefán Bogi rataði í John Oliver: „Gúglaði hann bara „framsóknarmaður í ullarpeysu?““ Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 12:56 Sjálfsagt brá mörgum við þessa sjón. Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016 Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Stefáni Boga Sveinssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Fljótsdalshéraði, bregður fyrir í kostulegu innslagi breska þáttastjórnandans John Oliver um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Innslagið hefur vakið mikla athygli á íslenskum miðlum og samfélagsmiðlum í dag og er Facebook-síða framsóknarmannsins að nær drukkna í kveðjum og skondnum athugasemdum. „Gúglaði John Oliver bara „framsóknarmaður í ullarpeysu,“ eða var þessi mynd til á skrá hjá Framsóknarflokknum yfir líklega eftirmenn Sigmundar Davíðs?“ spyr einn Facebook-vinur Stefáns, en mynd af Stefáni í lopapeysu birtist sem hluti af brandara Oliver um goggunarröðina í íslenskum stjórnmálum. Stefán er þar í hlutverki venjulegs Íslendings í lopapeysu og stjórnmálastuði og sagður á eftir bæði álfum og brennivínsráðherra í röðinni að æðsta embætti landsins. Sennilega er betra að lesendur horfi bara á innslagið, frekar en að blaðamaður reyni að útskýra þetta grín nánar. Gjörið svo vel: Stefán Bogi skrifar um málið á Facebook-síðu sinni og af orðum hans að dæma var það ekki áhugi ritstjórnarteymis John Oliver á íslenskum stjórnmálum sem réð því að einn helsti foringi Framsóknarmanna á Austurlandi birtist í þættinum, heldur einskær tilviljun. „Uppruni myndarinnar er sá að ég var leiðsögumaður með hópi fjölmiðlafólks í fyrra og ein úr hópnum var ljósmyndari sem aðallega myndar fyrir svokallaða myndabanka, hvar hægt er að kaupa sér allskonar myndir til birtingar,“ skrifar Stefán. „Ég er þar, að mig minnir, undir yfirskriftinni „Icelandic man.“ Þarna hafa starfsmenn Oliver verið að leita að myndefni og dottið niður á þessa ágætu mynd.“ Stefán, sem kveðst einlægur aðdáandi þátta Oliver, segir lopapeysuna ágætu af myndinni prjónaða af móður sinni, Sæunni Önnu Stefánsdóttur, og að hann taki við pöntunum frá áhugasömum. „Ég er svo að sjálfsögðu opinn fyrir öllu varðandi módelsamninga í framtíðinni en efast reyndar um að Ístex eða 66°N fari nokkuð að berja niður dyrnar hjá mér á næstunni,“ skrifar hann.Já. Ég varð sem sagt fyrir því að mynd af mér var notuð í þættinum hjá John Oliver. Þetta er vægast sagt sérkennileg...Posted by Stefan Bogi Sveinsson on 11. apríl 2016
Tengdar fréttir Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð "Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt.“ 11. apríl 2016 09:13