Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2016 11:00 Ósamhæfing Ég hef aldrei verið þekkt fyrir góða samhæfingu og kenni foreldrum mínum auðvitað alfarið um. Þau settu mig í lúðrahljómsveit frekar en íþróttir. Það háir mér ekki mikið í daglegu lífi heldur er það einna helst á dansgólfinu sem samhæfingarvandinn skín í gegn. Ég var ómeðvituð um þetta þar til á menntaskólaárunum þegar ég fór á fögnuði þar sem drykkir voru hafðir við hönd og fólk sveiflaði sér á dansgólfum. Það kom mér á óvart þegar stórvinkona mín dró mig afsíðis eftir svakalega sveiflu og tilkynnti mér að ef ég ætlaði að verða við karlmann kennd þá væri vænlegast að ég héldi mig frá fyrrnefndu dansgólfi. Samkvæmt henni sveiflaði ég útlimum í allar áttir, þó ekki í takt við tónlistina, á meðan axlirnar héldust grafkyrrar. Þess má til gamans geta að vinkonan er í dag með háskólagráðu í dansi og ég enn jafn stíf í öxlunum.Þumallinn Ég, líkt og sjálfsagt flestir aðrir, á ýmiskonar og allskonar samskipti við vini og aðra samferðamenn í þessari rússíbanareið sem við köllum lífið í gegnum Facebook. Þar spilar hið alræmda spjall stóra rullu. Því fylgja ýmsir skemmtilegir fítusar eins og til dæmis emoji, gif, broskallar (ostran er í persónulegu uppáhaldi), og annað sem að mínu mati setur punktinn yfir i-ið í samskiptunum. Það er þó eitt sem veldur mér jafnan miklu hugarangri. Blái þumallinn sem fer sístækkandi eftir því hversu lengi þumalhnappnum í spjallglugganum er haldið inni. Ég veit aldrei hvernig ég á að túlka þumal sem eina svarið í spjalli. Sama í hvaða stærð hann er. Mér finnst hann yfirleitt mjög gildishlaðinn og passive agressive en það er kannski bara ég að vera viðkvæm. Ég held að ástæðan sé sú að það er svo lítið effort í þumlinum. Það er svona svipað og að fá ok til baka. Ég vil miklu frekar fá gif af alsælum smásvínum eða kettlingum. Veðurálag Það er auðvitað yndislegt þetta frábæra veður sem leikið hefur við okkur síðastliðna daga. Það er samt eitt í þessu. Um leið og sólin lætur sjá sig kemur sólarsamviskubitið. Þetta sem maður steingleymdi í skammdeginu, rokinu, hundslappadrífunni, rigningunni, stórhríðinni og skafrenningnum. Mér líður alltaf eins og ég þurfi að vera að gera eitthvað ótrúlegt þegar það er bærilegt veður. Og ég tala nú ekki um þegar það ber upp á frídag. Síðastliðinn sunnudag var ég við það að skilja við sökum sólarsamviskubits. Ég á nú alveg vini en þeir voru allir uppteknir við eitthvað annað og merkilegra en að sinna mér. Ég hafði stefnt á að slaka á, ein og alsæl heima hjá mér. Ég fylltist samstundis sektarkennd. Ég þyrfti auðvitað helst að fara í sund, út að hlaupa, grilla, fara í Öskjuhlíð, Heiðmörk, Austurvöll, Grasagarðinn og Rauðhóla, finna kaffihús þar sem er hægt að sitja úti og súpa á rándýru kaffihúsakaffi, út að rölta Laugaveginn með rándýru merkjasólgleraugun mín sem ég nota aldrei af því þau eru svo óþægileg (annað korn í samviskumælinn). Ég var í svo miklu móki eftir allt þetta samviskubit að ég hreinlega man ekkert hvað ég gerði síðastliðinn sunnudag en hef gert viðeigandi ráðstafanir fyrir komandi helgi ef veðrið helst jafn gott. Annars bara einn stór helblár þumall á þetta æðislega veður. Maður bara leikur við hvurn sinn fingur. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Ósamhæfing Ég hef aldrei verið þekkt fyrir góða samhæfingu og kenni foreldrum mínum auðvitað alfarið um. Þau settu mig í lúðrahljómsveit frekar en íþróttir. Það háir mér ekki mikið í daglegu lífi heldur er það einna helst á dansgólfinu sem samhæfingarvandinn skín í gegn. Ég var ómeðvituð um þetta þar til á menntaskólaárunum þegar ég fór á fögnuði þar sem drykkir voru hafðir við hönd og fólk sveiflaði sér á dansgólfum. Það kom mér á óvart þegar stórvinkona mín dró mig afsíðis eftir svakalega sveiflu og tilkynnti mér að ef ég ætlaði að verða við karlmann kennd þá væri vænlegast að ég héldi mig frá fyrrnefndu dansgólfi. Samkvæmt henni sveiflaði ég útlimum í allar áttir, þó ekki í takt við tónlistina, á meðan axlirnar héldust grafkyrrar. Þess má til gamans geta að vinkonan er í dag með háskólagráðu í dansi og ég enn jafn stíf í öxlunum.Þumallinn Ég, líkt og sjálfsagt flestir aðrir, á ýmiskonar og allskonar samskipti við vini og aðra samferðamenn í þessari rússíbanareið sem við köllum lífið í gegnum Facebook. Þar spilar hið alræmda spjall stóra rullu. Því fylgja ýmsir skemmtilegir fítusar eins og til dæmis emoji, gif, broskallar (ostran er í persónulegu uppáhaldi), og annað sem að mínu mati setur punktinn yfir i-ið í samskiptunum. Það er þó eitt sem veldur mér jafnan miklu hugarangri. Blái þumallinn sem fer sístækkandi eftir því hversu lengi þumalhnappnum í spjallglugganum er haldið inni. Ég veit aldrei hvernig ég á að túlka þumal sem eina svarið í spjalli. Sama í hvaða stærð hann er. Mér finnst hann yfirleitt mjög gildishlaðinn og passive agressive en það er kannski bara ég að vera viðkvæm. Ég held að ástæðan sé sú að það er svo lítið effort í þumlinum. Það er svona svipað og að fá ok til baka. Ég vil miklu frekar fá gif af alsælum smásvínum eða kettlingum. Veðurálag Það er auðvitað yndislegt þetta frábæra veður sem leikið hefur við okkur síðastliðna daga. Það er samt eitt í þessu. Um leið og sólin lætur sjá sig kemur sólarsamviskubitið. Þetta sem maður steingleymdi í skammdeginu, rokinu, hundslappadrífunni, rigningunni, stórhríðinni og skafrenningnum. Mér líður alltaf eins og ég þurfi að vera að gera eitthvað ótrúlegt þegar það er bærilegt veður. Og ég tala nú ekki um þegar það ber upp á frídag. Síðastliðinn sunnudag var ég við það að skilja við sökum sólarsamviskubits. Ég á nú alveg vini en þeir voru allir uppteknir við eitthvað annað og merkilegra en að sinna mér. Ég hafði stefnt á að slaka á, ein og alsæl heima hjá mér. Ég fylltist samstundis sektarkennd. Ég þyrfti auðvitað helst að fara í sund, út að hlaupa, grilla, fara í Öskjuhlíð, Heiðmörk, Austurvöll, Grasagarðinn og Rauðhóla, finna kaffihús þar sem er hægt að sitja úti og súpa á rándýru kaffihúsakaffi, út að rölta Laugaveginn með rándýru merkjasólgleraugun mín sem ég nota aldrei af því þau eru svo óþægileg (annað korn í samviskumælinn). Ég var í svo miklu móki eftir allt þetta samviskubit að ég hreinlega man ekkert hvað ég gerði síðastliðinn sunnudag en hef gert viðeigandi ráðstafanir fyrir komandi helgi ef veðrið helst jafn gott. Annars bara einn stór helblár þumall á þetta æðislega veður. Maður bara leikur við hvurn sinn fingur.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30