Byggja fyrsta míkróhúsið á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 20:00 Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ungt par í Grindavík vinnur nú að því að breyta gömlum vatnstanki í bænum í þriggja hæða einbýlishús. Þannig ætla þau að byggja fyrsta svokallaða míkróhús landsins. Þau hvetja Íslendinga til að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að húsnæðismálum. Um heim allan hefur áhugi fólks á míkróhúsum eða smáheimilum aukist verulega undanfarin ár, en míkróhús geta verið allt niður í tuttugu fermetra fullbúin heimili. Gríðarleg eftirspurn er nú eftir litlum íbúðum og húsnæði á Íslandi en nánast ekkert framboð. Þau Ingibjörg Jakobsdóttir og Arnar Freyr Jónsson vinna nú að byggingu fyrsta míkróhúss landsins. Húsið sem verður þriggja hæða, byggja þau á grunni rúmlega fimmtíu ára gamals vatnstanks í Grindavík. „Ætli hugmyndin hafi ekki kviknað þegar við vorum úti í Danmörku og sáum að maður í rauninni þyrfti ekkert að búa í 200 fermetrum,“ segir Ingibjörg. „Við viljum ekki eiga heima í þrjú hundruð fermetra einbýlishúsi og vera allan daginn að borga af því, þrífa það og allt sem því fylgir. Við viljum bara eiga heima í húsi sem er bara nóg fyrir okkur. Húsið á í rauninni að vera hannað fyrir okkar þarfir og allt sem er þar inni hefur sinn tilgang,“ bætir Arnar við. Teikning af húsi Arnars og IngibjargarÞau segja þessa leið mun hagkvæmari en að kaupa sér tilbúna íbúð. Húsið hanna þau sjálf eftir eigin þörfum en hafa notið liðsinnis verkfræðistofu með ýmis tæknileg atriði. Starfsfólk þar rak þó um stór augu þegar hugmyndin var fyrst viðruð. „Það var hlegið mikið fannst mér. En ég meina þegar maður er að koma með einhverja hugmynd um að breyta gömlum vatnstanki í þriggja hæða míkróhús þá er fólk kannski ekki alltaf að sjá það fyrir sér. En nú þegar við erum búin að teikna þetta á blað þá finnst fólki þetta mjög fallegt og skilur hvað maður er að fara. Það eru allir bara búnir að vera mjög jákvæðir fyrir þessu og það er bara mjög skemmtilegt, segir Arnar. Arnar og Ingibjörg hafa stofnað Facebooksíðu þar sem áhugafólk um míkróhús getur fylgst með gangi framkvæmdanna. „Það er alveg hægt að gera eitthvað svona, eitthvað sem lítur vel út, fyrir lítinn pening. Það er það sem við ætlum að reyna að gera. Sýna fram á að þetta sé hægt því það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem langar að gera eitthvað svipað en þorir ekki endilega að fara af stað í það.“ Þau eru bjartsýn og stefna á að flytja inn síðar á árinu. „Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp og að við verðum kominn inn í ágúst,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45 Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ungt fólk forgangsraðar ólíkt eldri kynslóðum Y-kynslóðin hefur aðrar kröfur til íbúðahúsnæðis en kynslóðirnar á undan en markaðurinn hefur ekki brugðist við þessum þörfum. Íslendingar búa almennt í mun stærra húsnæði en nágrannaþjóðirnar. 22. október 2015 19:45
Mikill vilji fyrir byggingu smáheimila: „Svona sem byltingar hefjast“ Fjölmennt var á umræðufundi um smáhýsi í dag. 12. apríl 2016 22:00