Innlent

Bergþór hættir við forsetaframboð eftir útspil Ólafs

Birgir Olgeirsson skrifar
Bergþór Pálsson.
Bergþór Pálsson. Vísir/Stefán
Söngvarinn Bergþór Pálsson mun ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þessu greinir Bergþór frá á stuðningsmannasíðu sinni en þar segir hann ekki skynsamlegt að velta fyrir sér framboði nú þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri.

Bergþór er því sá þriðji sem hættir við framboð eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti um ákvörðun sína á Bessastöðum. Um er að ræða þá Guðmund Franklín Jónsson og sér Vigfús Bjarni Albertsson, en Vigfús sagði sjálfur á Facebook-síðu sinni að kosningabaráttunni um forsetastólinn hefði verið breytt í pólitíska baráttu og að alið væri á ótta. Var Vigfús þar vafalaust að vísa í orð Ólafs Ragnars sem sagðist á Bessastöðum vilja standa áfram vaktina vegna þeirrar miklu óvissu sem steðjar að íslensku þjóðfélagi að mati forsetans.

Bergþór naut ágætis stuðnings á framboðssíðu sinni á Facebook en tæplega fjögur þúsund manns höfðu sett „læk“ við hana. Bergþór þakkar öllum þeim sem sýndu honum traust til þess að gegna embætti forseta Íslands. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×