Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um kosningar í haust. vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira