Unnur Brá: „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um kosningar í haust. vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, verður nýr utanþingsráðherra. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún mun fara fyrir en leiða má líkur að því að hún taki við af Sigurði Inga sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Boðað verður til ríkisráðsfundar á Bessastöðum upp úr hádegi í dag að sögn Sigurðar Inga. Kosningum verður flýtt fram á haust. Það kom fram í máli Bjarna Benediktssonar að fyrst kjörtímabilið styttist um einn vetur blasi það við að forgangsraða þurfi í stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Ósætti er innan stjórnarflokkanna. Ekki var kosið um tillöguna innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins og ósætti er með hana meðal nokkurra þingmanna. „Það voru bara allir kostir slæmir í þessari stöðu, þetta var tillaga formanns og ákvörðun hans. Tíminn verður að leiða það í ljós hversu vel þetta gengur,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir um málið. Um ákvörðunina að halda kosningar í haust segir hún: „Ég sé ekkert að því að hafa kosningar sem fyrst ef þetta er niðurstaða flokksins.“ Vigdís Hauksdóttir segist vera ósátt við að gengið var fram hjá henni hvað ráðherrasæti varðar. Vigdís segir Lilju færa konu. „En mér finnst forysta flokksins hafa gengið fram hjá mér í annað sinn,“ segir hún. Í máli forystumanna stjórnarandstöðunnar kom fram að kosningar í fyrra falli væri skref í rétta átt en engu að síður hundsi stjórnarflokkarnir kall almennings eftir tafarlausum kosningum. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram nýja tillögu um vantraust á nýja ríkisstjórn. „Þau bjóða þjóðinni upp á framlengt dauðastríð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sagði einnig að stjórnarflokkarnir væru of laskaðir til að stýra landinu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira