Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 "Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi um niðurrif hússins við Tryggvagötu. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Ég sá þetta gerast á miðvikudag. Ég varð öskureiður og hissa. Þetta er óskiljanlegt athæfi,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um niðurrif hundrað ára gamals húss á Tryggvagötu 12, svokallaðs Exeter-húss. Um er að ræða hús sem byggt er árið 1904 og er friðað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum ef málsbætur eru. Hjálmar segir að tafarlaust þurfi að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd. Hins vegar þurfi að skoða hvernig það rími við stjórnsýsluna. Mannverk ber ábyrgð á framkvæmdum á reitnum. Ávallt mun hafa staðið til að endurbyggja bæði Tryggvagötu 10 og 12 í upprunalegri mynd en með viðbótum, kjallara og aukahæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Veitt var leyfi til að rífa hluta hússins til undirbúnings endurbóta. Byggingarfulltrúi borgarinnar, Nikulás Úlfar Másson, segist líta niðurrifið gífurlega alvarlegum augum. Embættið hafi kært það til lögreglu. Nikulás Úlfar kveðst hafa fengið SMS um að verið væri að rífa húsið. Hann hafi hins vegar ekki séð það fyrr en um kvöldið. „Það tekur stutta stund að rífa svona hús með stórvirkum vinnuvélum, líklega innan við hálftíma,“ segir Nikulás Úlfar sem kveður ekki hafa verið hægt að stöðva niðurrifið nema hafa beinlínis verið á staðnum eftir að hafist var handa með hinni stórvirku vinnuvél. „Við vorum hins vegar mættir til að stöðva framkvæmdir á reitnum klukkan tíu mínútur í átta daginn eftir og lokuðum aðkomu að honum. Þeir fóru langt út fyrir gildandi leyfi og niðurrifið er ólöglegt. Þeir segjast hafa talið að þeir væru í fullum rétti að rífa húsið. Það væri ekkert hægt að eiga við þetta hús,“ útskýrir byggingarfulltrúinn. Á Norðurlöndum eru víða harðar refsingar við brotum sem þessum. Í Noregi þekkist að menn séu sviptir byggingarleyfi ævilangt og þá eiga menn yfir höfði sér fangelsisvist. Það mun á endanum verða byggingarfulltrúi sem tekur ákvörðun um aðgerðir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. apríl.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira