Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. apríl 2016 18:30 Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust. Hann á von á því að endanleg dagsetning liggi fyrir á næstu vikum. Þingmaður Pírata vill að forseti Íslands beiti sér í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að boðað verði til kosninga í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin telur mikilvægt að klára. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks hefur sagt að það velti á samstarfsvilja stjórnarandstöðunnar og hversu hratt það gangi að afgreiða málin. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata hefur gagnrýnt þetta og dregur yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efa. „Bæði Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson hafa hreinlega sagt beint út að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem þeir vilja og klári einhver óskilgreind mál að þá verði hætt við að hætta. Hvernig er hægt að túlka það öðruvísi en beina hótun,“ segir Birgitta. Birgitta segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin leggi fram endanlega dagsetningu á kosningum. „Það eru búnar að vera hótanir samhliða þessu tilboði um að stytta þingið. Hótanir um að ef minnihlutinn gerir ekki allt sem að ríkisstjórnin vill þá hætta þeir við að hætta. Mér finnst þetta ekki góð leið til þess að ná sátt inni á Alþingi og vinnufrið. Ég held að það sé best núna að forseti lýðveldisins blandi sér inn í þetta og hjálpi okkur að fá dagsetningu,“ segir Birgitta. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ríkisstjórnin ætli að standa við yfirlýsingar um kosningar í haust og á von á því að endanlega dagsetning muni liggja fyrir á næstu vikum. „Það er fráleitt að vera að reyna að halda því fram eins og Birgitta Jónsdótti, sú sómakæra kona, er að gera að hér sé um lyga og launráð að ræða. Við vinnum ekki þannig. Það liggur í augum uppi og segir sig sjálft að þegar þessi ríkisstjórn hefur það að markmiði að ljúka hér ákveðnum mikilvægum málum áður en það verður kosið, málum sem eiga í sjálfu sér ekki að þurfa að vera stór ágreiningsmál í þinginu, ef við náum ekki einhverju samkomulagi um það þá höfum við bara dæmin fyrir framan okkur sem sýna okkur hvað þingstörf geta tafist. Þó við fundum í sumar, sem við væntanlega þurfum að gera og jafnvel í júlí og ágúst, þá er ekkert víst að það dugi til. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira