Skýr dómur og hluti neyðarbrautar þegar farinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. mars 2016 19:30 Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nú þegar hefur verið fjárfest fyrir mörg hundruð milljónir króna vegna íbúðabyggðar á Hlíðarenda og stór hluti Norðaustur-Suðvestur-flugbrautarinnar, svokallaðrar neyðarbrautar, hefur þegar verið fjarlægður. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að samningur sem innanríkisráðherra undirritaði í október 2013 feli í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu ráðherra um að loka brautinni. Því er slegið föstu með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær að innanríkisráðherra geti gefið Isavia bindandi fyrirmæli um lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Og að í lögum sé ekki að finna sérstakar reglur um flugvöllinn sem takmarka vald ráðherra við ákvarðanir um málefni hans. Síðan er í forsendum dómsins vitnað í samkomulag sem Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðhera og Jón Gnarr þáverandi borgarstjóri undirrituðu 25. október 2013 en dómnum segir: „Við túlkun skjalsins verður í fyrsta lagi að líta til þess að orðalag annars liðar þess felur í sér skýra og fyrirvaralausa skuldbindingu innanríkisráðherra um að loka umræddri NA/SV-flugbraut og endurskoða skipulagsreglur flugvallarins til samræmis við það.“ Dómurinn er mjög afdráttarlaus en í forsendum hans segir til dæmis: „Verður yfirlýsingin jafnframt ekki túlkuð á aðra leið en að meginskylda ráðherrans hafi falist í því að loka umræddri flugbraut.“ NA/SV-flugbrautin hefur verið kölluð neyðarbraut í opinberri umræðu. Búið er að fjárfesta fyrir mörg hundruð milljónir króna á Hlíðarenda, bæði af einka- og opinberu fé. Þá hefur stór hluti neyðarbrautarinnar þegar verið fjarlægður en hér sjást leifar þess hluta sem tekinn var. „Þær framkvæmdir sem hér hafa verið í gangi undanfarið ár eru mestmegnis gatnagerðarframkvæmdir sem borgin ber kostnað af. Ég gæti trúað að þær framkvæmdir væru einhvers staðar á bilinu 5-600 milljónir,“ segir Brynjar Harðarson frakmvæmdastjóri Valsmanna hf. Fastlega má búast við að íbúðir við Hlíðarenda verði eftirsóttar. Fermetraverð í Norðurmýri er um hálf milljón króna ef menn vilja glöggva sig á verðinu. Á Hlíðarenda verður blönduð byggð með litlum og meðalstórum íbúðum fyrir fjölskyldur. Brynjar Harðarson segir að fyrstu húsin gætu risið á þessu ári ef allt gengur eftir. „Ég á von á því að raunverulegar byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Og helst bara í sumar en það fer eftir því hvort ríkið áfrýjar þessum dómi til Hæstaréttar,“ segir Brynjar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hjá ríkislögmanni um áfrýjun dómsins. Vegna eðlis málsins og hversu umdeilt það er í samfélaginu er frekar líklegt að dómnum verði áfrýjað en ríkislögmaður mun taka slíka ákvörðun að fengnu samráði við innanríkisráðuneytið. Þá má allt eins búast við fjölskipuðum Hæstarétti þegar málið verður tekið fyrir.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira