Gunni Þórðar spyr um Tortóla-peninga Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2016 10:32 Óvæntur snúningur á Wintris-málinu. Enginn í troðfullum Eldborgarsalnum sagðist eiga neina peninga á Tortóla. Myndin er samsett „Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53