Gunni Þórðar spyr um Tortóla-peninga Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2016 10:32 Óvæntur snúningur á Wintris-málinu. Enginn í troðfullum Eldborgarsalnum sagðist eiga neina peninga á Tortóla. Myndin er samsett „Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is. Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Hann hefur alltaf verið tilbúinn að standa með skoðunum sínum. Ég geri nú ekki ráð fyrir því að hann hafi verið að bulla þetta uppúr sér óhugsað,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Og bætir því við að allir tónlistarmenn þeir sem fram komu hafi verið hjartanlega sammála Gunnari Þórðarsyni. Salurinn í Eldborg var troðfullur um páskana, þann 26. mars nánar tiltekið, til að hlusta á hina goðsagnakenndu hljómsveit Trúbrot flytja meistaraverk sitt Lifun. Á ákveðnum tímapunkti henti Gunnar Þórðarson spurningu fram í salinn: „Réttið upp hönd sem eiga peninga á Tortóla? Hverjir eiga peninga á Tortóla? Ekki það? Nei, við megum bara eiga krónur, ekki einu sinni evrur!“Magnús Kjartansson segir þá tónlistarmenn sem á sviðinu voru hafa verið hjartanlega sammála Gunnari.JÓHANNES K. KRISTJÁNSSONÞetta er í endursögn eins gesta, Stefáns Jóns Hafstein sem greindi frá atvikinu á Facebook-síðu sinni, sem telur þetta tíðindum sæta, af samfélagsástandi: „Það er eitthvað að gerast djúpt undir niðri þegar maður sér Gunnar Þórðarson (hógvær, hlédrægur, feiminn, prúður, Bláu augun þín Gunni) standa á fremstu brún í Eldborg fyrir fullum sal og þruma yfir lýðinn,“ skrifar Stefán Jón og telur sig verða að vekja athygli á þessu, sem vitni. Orð Gunnars, þessa eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar er vitaskuld með vísan í Wintris-málið sem nú skekur ríkisstjórnina. Vísir náði ekki í Gunnar Þórðarson sjálfan en ræddi við Magnús Kjartansson, sem ásamt Shady Owens, skipa hljómsveitina Trúbrot. Magnús segir það alveg mega rétt heita að þegar samfélagsástandið er tekið fyrir með þessum hætti, á tónleikum, þá sé farið að ískra í öllum ventlum. „Stóra spurningin er; hvað gerir San Francisco-ballettinn, hvort einhver dansarinn fari að varpa pólitískum spurningum út í salinn, á sokkabuxum?“ segir Magnús og hlær. Ef einhver tónlistargesta á umrætt atriði til á snjallsíma sínum, væri þakklátt að fá það sent, svo sýna megi lesendum Vísis stemmninguna í salnum. Og það má þá senda á jakob@365.is.
Tengdar fréttir 300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20 Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58 Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41 Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
300 lýsa yfir stuðningi við Sigmund en 8000 vilja afsögn Tæplega átta þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér. 28. mars 2016 22:20
Segja Wintris ekki hafa verið í skattaskjóli Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug Pálsdóttir birtu samantekt um Wintris málið. 27. mars 2016 11:58
Segir stöðu sína aldrei hafa verið sterkari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist vonast eftir því að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrauststillögu. 27. mars 2016 13:41
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53