Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 12:26 Gummi Ben hefur verið í aðalhlutverki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og verður áfram að sögn yfirmanns íþróttadeildar. Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira