Þessi gulnuðu nótnablöð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2016 10:30 "Rammíslenskt, vel skrifað og fallegt en ekkert barnaverk að spila,“ segir Guðný um æskuverkin hans Jóns. Vísir/Stefán Hann Jón Nordal nýtur þess í dag að hlýða á nýfundna tónlist sem hann samdi á 17. ári. Strengjasveit undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur flytur hana og fleiri meistaraverk í Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. „Ég var beðin að hafa strengjasveit við Listaháskólann í haust og fannst upplagt að flytja eitthvað eftir Jón Nordal tónskáld af því hann er níræður um þessar mundir,“ segir Guðný og lýsir því hvernig hún komst í tæri við tvö æskuverk Jóns. „Ég rakst á Jón á förnum vegi og spurði hann hvort hann ætti eitthvað bara fyrir strengi. Þá kom svolítið skemmtilegur svipur á hann og hann svaraði: „Þegar ég var unglingur skrifaði ég einhver verk fyrir strengi en þau eru löngu týnd.“ Ég þráaðist við og spurði: „Heldurðu þú getir ekki fundið þau?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Þau eru örugglega ekki nógu góð.“ En ég lét hann ekki í friði og það var svo milli jóla og nýárs sem Jón hringdi í mig og sagðist hafa fundið nóturnar svo ég mætti til meistarans upp úr áramótum og þar voru þá þessi gulnuðu nótnablöð sem maður þorði varla að koma við. Við fundum þar tvö heilleg verk sem hann samdi 1943. Mér tókst að koma handritunum heim án þess að þau hryndu í sundur, ljósritaði þau og fékk tónsmíðanema í Listaháskólanum til að tölvusetja nóturnar.Strengjasveitin Tóna/List er skipuð nemendum úr Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík.Verkin eru byggð á íslenskum þjóðlögum, annað á laginu Svíalín og hrafninn og hitt er í sama ryþma og Hani krummi hundur svín. Rammíslenskt, vel skrifað og fallegt en ekkert barnaverk að spila.“ Fleira er á dagskrá TónaListar. „Það má segja að við séum með Jón Nordal, Bartok og björtustu vonina,“ segir Guðný glaðlega. „Við ætlum að flytja hina frægu Chaconnu eftir Bach sem var skrifuð fyrir einleiksfiðlu en Bjarni Frímann Bjarnason, sem var valinn bjartasta vonin nýlega, vippaði yfir í verk fyrir fiðlur og víólur. Svo erum við með Divertimento eftir Bartók og tvo áheyrilega þætti úr Serenöðu fyrir strengi eftir austurríska tónskáldið Fuchs.“ Guðný kveðst upp með sér af því að eiga þátt í að finna verkin hans Jóns. „Í hljómsveitinni okkar er fólk á svipuðum aldri og hann var þegar hann samdi verkin. Meira að segja eitt barnabarn hans.“ Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hann Jón Nordal nýtur þess í dag að hlýða á nýfundna tónlist sem hann samdi á 17. ári. Strengjasveit undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur flytur hana og fleiri meistaraverk í Seltjarnarneskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. „Ég var beðin að hafa strengjasveit við Listaháskólann í haust og fannst upplagt að flytja eitthvað eftir Jón Nordal tónskáld af því hann er níræður um þessar mundir,“ segir Guðný og lýsir því hvernig hún komst í tæri við tvö æskuverk Jóns. „Ég rakst á Jón á förnum vegi og spurði hann hvort hann ætti eitthvað bara fyrir strengi. Þá kom svolítið skemmtilegur svipur á hann og hann svaraði: „Þegar ég var unglingur skrifaði ég einhver verk fyrir strengi en þau eru löngu týnd.“ Ég þráaðist við og spurði: „Heldurðu þú getir ekki fundið þau?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði hann. „Þau eru örugglega ekki nógu góð.“ En ég lét hann ekki í friði og það var svo milli jóla og nýárs sem Jón hringdi í mig og sagðist hafa fundið nóturnar svo ég mætti til meistarans upp úr áramótum og þar voru þá þessi gulnuðu nótnablöð sem maður þorði varla að koma við. Við fundum þar tvö heilleg verk sem hann samdi 1943. Mér tókst að koma handritunum heim án þess að þau hryndu í sundur, ljósritaði þau og fékk tónsmíðanema í Listaháskólanum til að tölvusetja nóturnar.Strengjasveitin Tóna/List er skipuð nemendum úr Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík.Verkin eru byggð á íslenskum þjóðlögum, annað á laginu Svíalín og hrafninn og hitt er í sama ryþma og Hani krummi hundur svín. Rammíslenskt, vel skrifað og fallegt en ekkert barnaverk að spila.“ Fleira er á dagskrá TónaListar. „Það má segja að við séum með Jón Nordal, Bartok og björtustu vonina,“ segir Guðný glaðlega. „Við ætlum að flytja hina frægu Chaconnu eftir Bach sem var skrifuð fyrir einleiksfiðlu en Bjarni Frímann Bjarnason, sem var valinn bjartasta vonin nýlega, vippaði yfir í verk fyrir fiðlur og víólur. Svo erum við með Divertimento eftir Bartók og tvo áheyrilega þætti úr Serenöðu fyrir strengi eftir austurríska tónskáldið Fuchs.“ Guðný kveðst upp með sér af því að eiga þátt í að finna verkin hans Jóns. „Í hljómsveitinni okkar er fólk á svipuðum aldri og hann var þegar hann samdi verkin. Meira að segja eitt barnabarn hans.“
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira