Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 18:45 Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira