Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 18:45 Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“ Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent