Vilja varðveita söguna við Laugaveg Una Sighvatsdóttir skrifar 12. mars 2016 21:00 Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar við Laugaveg 34 var rekin innan sömu fjölskyldu í tæp hundrað ár en þau hafa nú selt húsið frá sér. Versluninni verður þó ekki lokað, en munu nýir eigendur nálgast reksturinn af sömu alúð? „Það er krefjandi fyrir okkur einmitt að gera það og það er það sem við ætlum okkur. Við njótum þeirrar gæfu að starfsfólkið hérna ætlar að vinna með okkur áfram, án þeirra væri verslunin náttúrulega ekki sú sama," segir Rannveig Eir Einarsdóttir, fjárfestir og nýr eigandi Verslunar Guðsteins.Byggingamagn eykst talsvert á reitnum kringum Verslu Guðsteins við Laugaveg 32-36. Framkvæmdir eru komnar el á veg og þar opnar hótel síðsumars 2016.Gera upp þrjú hús fyrir 53 herbergja hótel Rannveig Eir og eiginmaður hennar ætla sér þó talsvert meira en verslunarrekstur því þetta er þriðja húsið við þennan gróna reit sem þau hjónin festa kaup á. „Við erum að endurnýja hús 36 sem Sandholt bakarí er í og 34a hér við hliðina og í þessum húsum og bakhúsum munum við opna 53 herbergja boutique hótel," segir Rannveig. Þessu fylgir töluverð uppbygging. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 2014 er heimilt að stækka bakhúsin við Laugaveg 34a og 36 úr einni hæð í þrjár. Nú í vikunni var svo auglýst nýtt skipulag sem heimilar að tvö bakhús til viðbótar, Laugavegur 34b og 32b, verði tengd við með gangi úr gleri, fyrir sameiginlegan hótelrekstur í öllum húsunum.Varasamt að búa til umhverfi eingöngu fyrir ferðamenn Framkvæmdir eru komnar vel á veg og stefnt að opnun síðsumars, undir nafninu Sandhótel. Síðar munu fleiri herbergi bætast við hótelið á hæðunum ofan við verslun Guðsteins, þar sem áður voru íbúðir en nýtist nú sem lager. Rannveig Eir segist sannfærð um gildi þess að viðhalda sögunni. Rekstur verslunar Guðsteins, Sandholt bakarís og nýja hótelsins muni fara vel saman. „Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að búa til eitthvað umhverfi sem er eingöngu hugsað fyrir ferðamenn. Við verðum að hafa fjölbreytnina til þess að gera Laugaveginn og bara borgina aðlaðandi," segir Rannveig.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira