Þrjú þúsund krónur myndu skila yfir fimm milljörðum Óli Kristján Ármansson skrifar 16. mars 2016 07:00 Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor Mynd/Aðsend Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira