Þrjú þúsund krónur myndu skila yfir fimm milljörðum Óli Kristján Ármansson skrifar 16. mars 2016 07:00 Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor Mynd/Aðsend Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Leggja ætti komugjald á alla sem koma til landsins, ferðamenn jafnt sem landsmenn. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar. „Á árinu 2015 komu alls 1.262 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og 450 þúsund Íslendingar sneru aftur úr ferðalögum erlendis. Ef lagt væri á 3.000 króna komugjald þá myndu tekjur árið 2015 hafa numið rúmum fimm milljörðum króna,“ bendir hann á í greininni. Tekjurnar segir hann að mætti nota til að byggja upp innviði ferðaþjónustunnar. Gylfi tengir umræðuna um ferðaþjónustuna því að hér hafi menn oft grætt á kostnað almenningseigna. „Það er umhugsunarvert að bankahagkerfinu sem hrundi hafi ekki verið búin stofnanaleg umgjörð sem kom í veg fyrir þau lögbrot og glannaskap sem síðan hafa komið í ljós. Það er einnig merkilegt að þrátt fyrir vaxandi mikilvægi ferðaþjónustu, sem nú er orðin stærsta útflutningsgreinin, skuli ekki hafa verið veitt meira fjármagni í uppbyggingu innviða og öryggismál tengd þessari grein.“ Verði ekkert að gert segir Gylfi ljóst að of margir ferðamenn muni leika innviði landsins og náttúru grátt, fjöldi slysa og dauðsfalla verði og ferðaþjónusta muni ekki dafna þegar til lengri tíma sé litið. Líkt og komið hafi í ljós með bankakerfið forðum fari ekki alltaf saman hagsmunir þjóðar og einkafyrirtækja. „Þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu neita að leggja á komugjald þá þarf engu að síður að setja lög um slíkt. Og ef ferðamönnum fækkar fyrir vikið, þá er það ekki alslæmt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira