Boðin sjálfboðavinna við fataflokkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Systurnar dvöldu í þessu húsi í Vík í Mýrdal. vísir/Þórhildur Systrum frá Srí Lanka sem eru þolendur mansals í Vík í Mýrdal var boðið sjálfboðastarf við fataflokkun af ríkinu. „Þær höfðu bara engan áhuga á slíku. Þær vildu bara vinna og fá greitt fyrir sína vinnu og fá sómasamlega framfærslu á meðan ég var að berjast fyrir atvinnuleyfi handa þeim,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Landi lögmönnum og réttargæslumaður systranna. Viðbragðsteymi vegna mansals hélt utan um meðferð systranna og ráðgjafi á vegum þess bauð þeim iðjuna til þess að þær hefðu eitthvað að fást við á meðan þær dvöldu í athvarfinu.Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslumaður systranna frá Sri Lanka segist ekki hafa orðið vör við það að viðbragðsteymi hafi boðið lausnir og úrræði.Systurnar fóru úr landi aðfaranótt fimmtudags vegna þess að þær fengu ekki að vinna eftir að þær voru komnar í skjól ríkisins. Þá dvöldu þær aðeins í fáeina daga í Kvennaathvarfinu vegna úrræðaleysis. Fjárhagsaðstoð ríkisins dugði þeim ekki. Þær fengu 761 krónu á dag í aðstoð. „Eins og ég hef áður sagt þá líta þolendur mansals oft ekki á sig sem þolendur og telja sig ekki þurfa neina aðstoð. Það á að sjálfsögðu að fá sálfræðing til þess að ræða við þær strax og meta þeirra ástand og þörf á viðeigandi heilbrigðis- og sálfræðiaðstoð. Ekki bara segja við þær að hitt og þetta sé í boði,“ segir Kristrún og segir þörf á því að endurskoða úrræðin. „Það þarf að vera einhver einn sem sér algerlega um að halda utan um þær og þarfir þeirra og þjónustu á þessum mikilvæga tíma þegar verið er að reyna að ná þeim út úr þeim aðstæðum sem þær voru í. Það á bara að vera eitthvert fastmótað ferli, úrræði sem fara af stað og athvarf sem tekur við þar sem sérfræðingur í velferð mansalsfórnarlamba stendur vaktina og er þeim innan handar allan sólarhringinn,“ segir hún. Mansal í Vík Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Systrum frá Srí Lanka sem eru þolendur mansals í Vík í Mýrdal var boðið sjálfboðastarf við fataflokkun af ríkinu. „Þær höfðu bara engan áhuga á slíku. Þær vildu bara vinna og fá greitt fyrir sína vinnu og fá sómasamlega framfærslu á meðan ég var að berjast fyrir atvinnuleyfi handa þeim,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Landi lögmönnum og réttargæslumaður systranna. Viðbragðsteymi vegna mansals hélt utan um meðferð systranna og ráðgjafi á vegum þess bauð þeim iðjuna til þess að þær hefðu eitthvað að fást við á meðan þær dvöldu í athvarfinu.Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslumaður systranna frá Sri Lanka segist ekki hafa orðið vör við það að viðbragðsteymi hafi boðið lausnir og úrræði.Systurnar fóru úr landi aðfaranótt fimmtudags vegna þess að þær fengu ekki að vinna eftir að þær voru komnar í skjól ríkisins. Þá dvöldu þær aðeins í fáeina daga í Kvennaathvarfinu vegna úrræðaleysis. Fjárhagsaðstoð ríkisins dugði þeim ekki. Þær fengu 761 krónu á dag í aðstoð. „Eins og ég hef áður sagt þá líta þolendur mansals oft ekki á sig sem þolendur og telja sig ekki þurfa neina aðstoð. Það á að sjálfsögðu að fá sálfræðing til þess að ræða við þær strax og meta þeirra ástand og þörf á viðeigandi heilbrigðis- og sálfræðiaðstoð. Ekki bara segja við þær að hitt og þetta sé í boði,“ segir Kristrún og segir þörf á því að endurskoða úrræðin. „Það þarf að vera einhver einn sem sér algerlega um að halda utan um þær og þarfir þeirra og þjónustu á þessum mikilvæga tíma þegar verið er að reyna að ná þeim út úr þeim aðstæðum sem þær voru í. Það á bara að vera eitthvert fastmótað ferli, úrræði sem fara af stað og athvarf sem tekur við þar sem sérfræðingur í velferð mansalsfórnarlamba stendur vaktina og er þeim innan handar allan sólarhringinn,“ segir hún.
Mansal í Vík Tengdar fréttir Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30 Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00 Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Sjá meira
Þolendur mansalsins í Vík farnir úr landi Réttargæslumaður kvennana gagnrýnir þau úrræði sem þeim voru boðin. 13. mars 2016 18:30
Líklega komnar aftur í hendur glæpamanna Systurnar sem sættu meintu mansali báðu sjálfar um flutning úr landi. Þær fengu 761 krónu á dag frá ríkinu. Auk systranna eru fjórir aðrir með stöðu brotaþola í málinu. Réttargæslumaður þeirra segir þær ekki hafa farið aftur til 15. mars 2016 07:00
Úr athvarfi aftur í Vík Systurnar sem eru farnar af landi brott og eru með stöðu þolenda mansals í Vík í Mýrdal gistu aðeins fáeina daga í Kvennaathvarfinu. Þær fóru aftur til Víkur í Mýrdal um nokkurra daga skeið. 16. mars 2016 07:00