Báðu sérstaklega um umhverfismat 5. mars 2016 07:00 Tungufljót er ein af þverám Hvítár í Árnessýslu. mynd/mannvit HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira