Báðu sérstaklega um umhverfismat 5. mars 2016 07:00 Tungufljót er ein af þverám Hvítár í Árnessýslu. mynd/mannvit HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
HS Orka óskaði sérstaklega eftir því við Skipulagsstofnun að Brúarvirkjun í Tungufljóti færi í fullt ferli mats á umhverfisáhrifum. Virkjunin er undir 10 megavöttum (MW) að stærð og fellur því ekki sjálfkrafa undir viðmið laga um umhverfismatsskyldu. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku, segir í skriflegu svari að rökin fyrir því að fyrirtækið fór fram á að verkefnið færi í fullt umhverfismat væru þríþætt. Virkjunarkosturinn sé rétt undir þeim mörkum sem krefjast þess að framkvæmdin sé metin – eða 9,9 MW. Að á áhrifasvæðinu færu fram eins ítarlegar rannsóknir á umhverfisþáttum og gert er við fullt mat, enda rannsóknir á lífríki, náttúru og minjum á svæðinu af skornum skammti eða ekki fyrir hendi. Þá sé það tryggt við fullt mat að framkvæmdaaðili kynni verkefnið opinberlega og allir sem telja sig málið varða geti þannig komið á framfæri athugasemdum og ábendingum. „Í opnu ferli eins og mat á umhverfisáhrifum er þá væntir HS Orka þess að fá fram umsagnir sem hafa jákvæð áhrif á verkefnið m.t.t. tækni, umhverfis og samfélags. Við teljum Brúarvirkjun umhverfisvænan valkost í virkjunarflóru landsins, mannvirki eru ekki mjög sýnileg, engir veiðihagsmunir eru til staðar, og landslag og umhverfi er ekki með þau sérkenni umfram það sem almennt þekkist víða,“ segir Ásbjörn. Skipulagsstofnun féllst á erindi fyrirtækisins eins og kemur fram í bréfi frá því í júní í fyrra. En ákvörðun HS Orku vekur athygli þar sem viðmið laga um matskyldu við 10 MW hafa vakið upp spurningar um hvort ástæða sé til að rammaáætlun taki til virkjana sem eru minni. Hefur þetta álitamál verið til sérstakrar skoðunar hjá verkefnisstjórn rammaáætlunar, en engin niðurstaða liggur fyrir að því er Fréttablaðið hefur heimildir um. Erfitt gæti reynst að tilgreina ein stærðarmörk virkjana sem ættu að falla undir matsskyldu, en í skýrslu Veiðimálastofnunar um smávirkjanir kom fram að jafnvel mjög litlar virkjanir geta haft mikil áhrif á umhverfið – það er með öðrum orðum ekki framleiðslugeta virkjunarinnar sem segir alla söguna um áhrif hennar á umhverfið. Bent hefur verið á að einhvers staðar verði þessi mörk að liggja – og að 10 MW rími við stærðarmörk í lögunum um mat á umhverfisáhrifum og við Evróputilskipunina sem lögin eru byggð á.Tólf virkjanir - ein skikkuð í umhverfismat Skipulagsstofnun hefur ákvarðað um matskyldu 12 virkjana undir 10 MW árin 2013 til 2015. 10 þeirra voru ekki matsskyldar – og eru flestar mjög litlar. Brúarvirkjun í Tungufljóti fer í umhverfismat að ósk HS Orku. Svartá í Bárðardal (9,8 MW) skal háð mati á umhverfisáhrifum, en sú framkvæmd er mjög umdeild innan raða heimamanna, umhverfisverndarhópa og fleiri.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira