Innlent

„Ef yfirvöld hafa áhuga á lýðræði þá verða þau að hlusta á þjóðina“

Frá Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í dag.
Frá Ráðhúsi Reykjavíkurborgar í dag. VÍSIR/FRÉTTASTOFA
Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök opg Samstök ferðaþjónustunnar undirrituðuí dag viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Björk Guðmundsdóttir segir ríkisstjórnina verða að virða vilja þjóðarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs.

Viljayfirlýsingin var undirrituðí ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Markmið hennar er að ná víðtækri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs.

Um tuttugu félagasamtök skrifuðu undir yfirlýsinguna en hún hvetur til stofnunar um fjörutíu þúsund ferkílómetra þjóðgarðs, sem eru um fjörutíu prósent af heildar flatarmáli landsins

.„Fyrir ári síðan var gerð könnun þar sem 60% vildu þjóðgarð en aðeins um 10% voru á móti honum. Hinir voru óákveðnir og mig grunar að núna, ári seinna, séu þessi óákveðnu frekar hlynntari þjóðgarði. Ef yfirvöld hafa áhuga á lýðræði, þá verða þau að hlusta á þjóðina,“ segir Björk.

Rætt verður við Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 í kvöld. Þar verður einnig rætt við Grím Sæmundsen, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, og Snorra Baldursson, formann Landverndar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.