Fólkið á Sónar: „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2016 16:41 Rajah, Farrah, Tim og Oscar á Sónar. „Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld. Sónar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira
„Þú verður að vera ákveðin við íslensku víkingana. Þeir eru ekkert alltof fyndnir og eru heldur ekki vanir því að þurfa að ganga lengi á eftir stelpum.“ Á þennan veg hljóðuðu leiðbeiningar sem Farrah Jarral fékk sendar frá vinkonu sinni fyrir dvöl hennar á Íslandi en vinkonan bjó hér í þrjú ár. Farrah er einn fjölmargra erlendra gesta sem er hér á landi í tengslum við Sónar tónlistarhátíðina sem lýkur í kvöld. Farrah er frá London og er hér á landi ásamt þremur vinum sínum. Með í för er parið Oscar Runeland og Tim Barber en einnig Rajah Roy. Hópurinn kom hingað til lands síðasta sunnudag og fer af landi brott á morgun. „Okkur vantaði í raun bara afsökun til að koma til Íslands,“ segir Oscar. „Kærastann minn langaði mjög að sjá norðurljósin og mig mjög að heyra tónlistina.“ Vinirnir skoðuðu norðurhluta landsins í þeirri von að rekast á norðurljós en ofsaveður vikunnar setti strik í reikninginn. „Við gerðum ekki ráð fyrir slæma veðrinu. Við ætluðum til að mynda að fara í jarðböðin við Mývatn en það var of hvasst til að þau gætu haft opið,“ segir Farrah sem kom hingað bæði til að skoða landið og heyra tónlistina. „Ég hef oft farið á Sónar í Barcelona og datt í hug að það gæti verið gaman að skoða hátíðina í annarri borg.“Kíkja aftur á öðrum árstíma Tim, kærasti Oscars, var ekkert alltof svekktur yfir því að sjá ekki norðurljósin fyrir skýjunum. „Landið ykkar er svo fallegt að þau þurfti ekki. Þeim hefði í raun verið ofaukið. Fólk er alltaf að segja þér að Ísland sé svo fallegt en þú áttar þig ekki á því fyrr en þú kemur þangað sjálfur. Svo heyrir maður einnig að það sé svo smátt en samt sem áður er öll þessi víðátta og maður gleymir smæðinni.“ Aðspurð segja þau að það sé líklegt að þau komi hingað aftur enda Ísland aðeins í þriggja tíma fjarlægð frá London. „Við komum þá líklega að sumri til þegar það er hlýrra, grænna og staðir eru opnir,“ segir Oscar en á ferð sinni um Norðurland lentu þau nokrum sinnum í að koma að lokuðum dyrum vegna vetraropnunartíma. „Mig langar endilega að hitta Íslendinga og spjalla aðeins við þá en þeir virðast aðallega vilja tala við mann þegar þeir eru í glasi. Sem er synd. Það væri gaman að geta rætt aðeins saman edrú,“ segir Farrah. Hvað hátíðina varðar segir Farrah að hún hafi ekki náð að kynna sér íslensku hljómsveitirnar. Hana langar að sjá Floating Points og Dorian Concept og einnig kíkja á íslenskar sveitir sem hún kannast ekki við. „Ég ætla ekki að missa af Kiasmos og svo ætlum við líka að kíkja og fá okkur franskar hjá Ólafi Arnalds á Reykjavík Chips,“ segir Oscar. Sónar hátíðinni lýkur í kvöld.
Sónar Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sjá meira