Travolta tjáir sig um andlát sonar síns: „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2016 15:47 Travolta birtir þessa mynd á Facebook. Jett hefði verið 23 ára í dag. vísir „Sumir segja að það erfiðasta í heiminum sé að missa foreldra sína, en ég get staðfest það að svo er ekki,“ segir Bandaríski leikarinn John Travolta, í hjartnæmum pistli á Facebook. Þar talar hann um sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt. Jett Travolta lést fyrir um sjö árum þegar hann var 16 ára. Hann fékk flogakast inni á baðherbergi á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum og datt með höfuðið á baðkar með þeim afleiðingum að hann lést. Sjá einnig: Sextán ára sonur Travolta lést í gær „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum er að missa barnið sitt. Manneskja sem þú ólst upp og horfðir á vaxa og dafna á hverjum einasta degi. Manneskja sem þú kenndir að ganga og tala. Þetta er það versta sem maður getur lent í. Sonur minn lést og hann færði mér svo ótrúlega mikla gleði þegar hann var á lífi.“ Travolta hefur lítið tjáð sig um fráfall sonar síns en segir að hann hafi lært að elska óskilyrðislaust á þeim 16 árum sem Jett var á lífi. „Við þurfum að læra að staldra við og vera þakklát fyrir börnin okkar, og börnin þurfa vera þakklát fyrir foreldra sína. Lífið er stutt, eyðið tíma með fjölskyldunni og komið vel fram við hvert annað. Einn daginn, þegar þú tekur þér smá tíma til að horfa upp frá símanum, þá áttar þú þig á því að barnið er horfið. Njótið þess að vera á lífi hvern einasta dag, eins og þetta sé þinn síðasti á jörðinni.“ Hér að neðan má sjá færslu sem birtist á aðdáendasíðu Travolta en þar er færslan hans endurbirt frá því í janúar. "They say the hardest thing in the world is losing a parent. I can now say that isn't true. The hardest thing in the...Posted by John Travolta on 21. febrúar 2016 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Sumir segja að það erfiðasta í heiminum sé að missa foreldra sína, en ég get staðfest það að svo er ekki,“ segir Bandaríski leikarinn John Travolta, í hjartnæmum pistli á Facebook. Þar talar hann um sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt. Jett Travolta lést fyrir um sjö árum þegar hann var 16 ára. Hann fékk flogakast inni á baðherbergi á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum og datt með höfuðið á baðkar með þeim afleiðingum að hann lést. Sjá einnig: Sextán ára sonur Travolta lést í gær „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum er að missa barnið sitt. Manneskja sem þú ólst upp og horfðir á vaxa og dafna á hverjum einasta degi. Manneskja sem þú kenndir að ganga og tala. Þetta er það versta sem maður getur lent í. Sonur minn lést og hann færði mér svo ótrúlega mikla gleði þegar hann var á lífi.“ Travolta hefur lítið tjáð sig um fráfall sonar síns en segir að hann hafi lært að elska óskilyrðislaust á þeim 16 árum sem Jett var á lífi. „Við þurfum að læra að staldra við og vera þakklát fyrir börnin okkar, og börnin þurfa vera þakklát fyrir foreldra sína. Lífið er stutt, eyðið tíma með fjölskyldunni og komið vel fram við hvert annað. Einn daginn, þegar þú tekur þér smá tíma til að horfa upp frá símanum, þá áttar þú þig á því að barnið er horfið. Njótið þess að vera á lífi hvern einasta dag, eins og þetta sé þinn síðasti á jörðinni.“ Hér að neðan má sjá færslu sem birtist á aðdáendasíðu Travolta en þar er færslan hans endurbirt frá því í janúar. "They say the hardest thing in the world is losing a parent. I can now say that isn't true. The hardest thing in the...Posted by John Travolta on 21. febrúar 2016
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira