Travolta tjáir sig um andlát sonar síns: „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2016 15:47 Travolta birtir þessa mynd á Facebook. Jett hefði verið 23 ára í dag. vísir „Sumir segja að það erfiðasta í heiminum sé að missa foreldra sína, en ég get staðfest það að svo er ekki,“ segir Bandaríski leikarinn John Travolta, í hjartnæmum pistli á Facebook. Þar talar hann um sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt. Jett Travolta lést fyrir um sjö árum þegar hann var 16 ára. Hann fékk flogakast inni á baðherbergi á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum og datt með höfuðið á baðkar með þeim afleiðingum að hann lést. Sjá einnig: Sextán ára sonur Travolta lést í gær „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum er að missa barnið sitt. Manneskja sem þú ólst upp og horfðir á vaxa og dafna á hverjum einasta degi. Manneskja sem þú kenndir að ganga og tala. Þetta er það versta sem maður getur lent í. Sonur minn lést og hann færði mér svo ótrúlega mikla gleði þegar hann var á lífi.“ Travolta hefur lítið tjáð sig um fráfall sonar síns en segir að hann hafi lært að elska óskilyrðislaust á þeim 16 árum sem Jett var á lífi. „Við þurfum að læra að staldra við og vera þakklát fyrir börnin okkar, og börnin þurfa vera þakklát fyrir foreldra sína. Lífið er stutt, eyðið tíma með fjölskyldunni og komið vel fram við hvert annað. Einn daginn, þegar þú tekur þér smá tíma til að horfa upp frá símanum, þá áttar þú þig á því að barnið er horfið. Njótið þess að vera á lífi hvern einasta dag, eins og þetta sé þinn síðasti á jörðinni.“ Hér að neðan má sjá færslu sem birtist á aðdáendasíðu Travolta en þar er færslan hans endurbirt frá því í janúar. "They say the hardest thing in the world is losing a parent. I can now say that isn't true. The hardest thing in the...Posted by John Travolta on 21. febrúar 2016 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Sumir segja að það erfiðasta í heiminum sé að missa foreldra sína, en ég get staðfest það að svo er ekki,“ segir Bandaríski leikarinn John Travolta, í hjartnæmum pistli á Facebook. Þar talar hann um sársaukann sem fylgir því að missa barnið sitt. Jett Travolta lést fyrir um sjö árum þegar hann var 16 ára. Hann fékk flogakast inni á baðherbergi á heimili fjölskyldunnar á Bahama eyjum og datt með höfuðið á baðkar með þeim afleiðingum að hann lést. Sjá einnig: Sextán ára sonur Travolta lést í gær „Það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum er að missa barnið sitt. Manneskja sem þú ólst upp og horfðir á vaxa og dafna á hverjum einasta degi. Manneskja sem þú kenndir að ganga og tala. Þetta er það versta sem maður getur lent í. Sonur minn lést og hann færði mér svo ótrúlega mikla gleði þegar hann var á lífi.“ Travolta hefur lítið tjáð sig um fráfall sonar síns en segir að hann hafi lært að elska óskilyrðislaust á þeim 16 árum sem Jett var á lífi. „Við þurfum að læra að staldra við og vera þakklát fyrir börnin okkar, og börnin þurfa vera þakklát fyrir foreldra sína. Lífið er stutt, eyðið tíma með fjölskyldunni og komið vel fram við hvert annað. Einn daginn, þegar þú tekur þér smá tíma til að horfa upp frá símanum, þá áttar þú þig á því að barnið er horfið. Njótið þess að vera á lífi hvern einasta dag, eins og þetta sé þinn síðasti á jörðinni.“ Hér að neðan má sjá færslu sem birtist á aðdáendasíðu Travolta en þar er færslan hans endurbirt frá því í janúar. "They say the hardest thing in the world is losing a parent. I can now say that isn't true. The hardest thing in the...Posted by John Travolta on 21. febrúar 2016
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira