Ótrúlegt björgunarafrek öryggisstjóra Kringlunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Halldór Gunnar Pálsson fór í gegnum smekkfullan ruslagám til þess að finna lítinn leikfangahest sem lítil stelpa hafði týnt. Mynd/Halldór Gunnar Pálsson „Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Þetta er ekki í starfslýsingunni minni að minnsta kosti,“ segir Halldór Gunnar Pálsson, öryggistjóri Kringlunnar, sem tókst hið ómögulega í gær þegar hann fann lítinn leikfangahest í fullum ruslagámi. Hestinum hafði verið hent í ruslið eftir að tveggja ára gömul stelpa týndi honum í verslunarmiðstöðinni. „Ótrúleg saga,“ segir móðir stúlkunnar. Forsaga málsins er sú að Halldóra Smáradóttir, sem búsett er á Akureyri, var í verslunarferð í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni um síðastliðna helgi þegar upp komst að tveggja ára gömul dóttir hennar hefði glatað hestinum. Um leið var farið í að reyna að finna hestinn en til vonar og vara skyldu þau eftir lýsingu á hestinum ef hann skyldi finnast enda hefur hann mikið tilfinningagildi. „Þessi hlutur er ekki bara eitthvað dót, hún sofnar ekki án hans. Hún tók ástfóstri við hann fjögurra mánaða gömul og hefur ekki skilið við hann síðan.“ segir Halldóra sem var eðlilega nokkuð vonsvikin daginn eftir að hesturinn týndist en þá var henni tjáð af starfsmanni að hesturinn hefði fundist en verið hent.Eins og sjá má þurfti Halldór að fara í gegnum ansi mikið magn rusls. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Mynd/Halldór Gunnar Pálsson„Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann!“ Hafði hún þá samband við Halldór Gunnar, öryggisstjóra Kringlunnar, sem þótti málið allt saman mjög miður og lofaði hann henni að hann myndi kanna málið. Á þriðjudaginn hringdi Halldór Gunnar svo aftur í Halldóru og bað um mynd af hestinum því að hann væri búinn að komast að því í hvaða gám hesturinn hefði endað. Hann hafði svo samband í gær við Halldóru með gleðitíðindi. „Halldóra, ég er með hann. Ég er búinn að leita í tvo klukkutíma og ég fann hann,“ sagði Halldór í samtalinu. Halldór fór sjálfur í gáminn og leitaði að hestinum, sem hefur ekki verið létt verk eins og sjá á meðfylgjandi mynd en hesturinn er afar lítill, um 10 sentimetrar á hæð og því ekki auðvelt að finna hann í ruslagámi fullum af ruslapokum og öðru sem endar í slíkum gámum. „Ég hafði ekki mikla von um að finna hann en ég vildi gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að reyna að finna hestinn,“ segir Halldór í samtali við Vísi.Hesturinn góði sem hefur mikið tilfinnalegt gildi fyrir eiganda sinn.Á leið suður á ný til þess að sækja hestinn Gámurinn var smekkfullur af rusli og leitin tók um tvo tíma sem verður að teljast ágætur tími miðað við magn rusls sem kemst fyrir í einum slíkum gámi. En hvað varð til þess að Halldór lagði í leitina? „Það var tilfinningagildið. Ég er pabbi, ég veit hvað ég myndi sjálfur leggja á fyrir dóttur mína,“ segir Halldór. „Þessi vinnubrögð hjá Halldóri eru bara einstök og ótrúlegt að hann hafi virkilega lagt í þennan gám,“ sagði Halldóra að lokum sem var í óðaönn við að pakka niður þegar blaðamaður náði tali af henni enda er stefnan tekin suður á nýjan leik um helgina til þess að sækja hestinn góða.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira