Innlent

Göngin 2,2 milljarða fram úr áætlun

Sveinn Arnarsson skrifar
Opnun dregst um heilt ár og kostnaður eykst um 2.2 milljarða.
Opnun dregst um heilt ár og kostnaður eykst um 2.2 milljarða. vísir/auðunn
Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. telur að göngin undir Vaðlaheiði muni borga sig upp á aðeins þrjátíu árum þó kostnaður fari 20 prósent fram úr kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verkið farið rúmlega 2,2 milljarða fram úr áætlun og að opnun ganganna seinki til loka ársins 2017 í fyrsta lagi.

Framganga gangagraftar var rædd á fundi fjárlaganefndar þingsins í gær og lagt fram minnisblað Vaðlaheiðarganga.

„Það er augljóst að framkvæmdin er að líða fyrir ónógan undirbúning og það gerir það að verkum að við erum að sjá aukinn kostnað upp á rúma tvo milljarða og frestun upp á í það minnsta ár. Við höfum enn ekki fengið allar þær upplýsingar sem beðið er um,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar. „Lögum um ríkisábyrgðir var ýtt til hliðar, ekki hlustað á varnaðarorð. Hvað sem mönnum finnst um framkvæmdina eiga allir að vera sammála um að það á ekki að standa svona að málum."

Sagt er að það lán sem átti að greiða framkvæmdakostnað muni ekki duga til að klára verkið. Því þurfi að auka skuldsetningu í samvinnu stjórnar, hluthafa og lánveitenda verkefnisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×