„Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf“ Birta Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 20:23 Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Go Red er alþjóðlegt átak sem Íslendingar hafa tekið þátt í frá 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu sem ætlað er að vekja athygli á þeirra staðreynd að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna, þó tíðnin fari reyndar lækkandi. „Við viljum með þessu minna á að forvarnir eru gríðarlega mikilvægar,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir. „Í öðru lagi viljum við minna á að konur geta í mörgum tilfellum upplifað einkenni hjarta- og æðasjúkdóma öðruvísi en karlar. Þær taka einkennunum kannski ekki nógu alvarlega og eru stundum ekki teknar nógu alvarlega. Í þriðja lagi er það svo þannig að rannsóknir á hjartasjúkdómum kvenna eru talsvert eftirsettar ef borið er saman við karla. Karlar eru oftar rannsóknarefni í þessum efnum.“ Ein þeirra sem þekkir mikilvægi eftirlits er Gerður Gylfadóttir, en hún lagðist inn á hjartadeild árið 2014, aðeins 49 ára gömul. Hún hafði verið með lungnabólgu sem illa hafði gengið að losa sig við. „Ég var send í lungnamyndatöku og þar kom í ljós að hjartað var nokkrum númerum of stórt. Þá átti ég að fara í ómskoðun en ég taldi nú ekki liggja mikið á því og fór í frí. Undir lokin var ég orðin svo máttfarin að ég komst ekki sjálf á klósettið," segir Gerður. Hún hafði kennt sér meins í dágóðan tíma en grunaði ekki að hjartaveilu væri um að kenna. Gerður þurfti að fara í hjartaaðgerð og fékk ígræddan bjargráð. Hún hvetur allar konur til að fara í tékk telji þær ástæðu til. „Því ég hafði sjálf verið með alls konar einkenni, til dæmis þreytu. Kólesterólið var í fínu lagi og blóðþrýstinginn líka. Mér var sagt að ef ég sæi sjálf ástæðu til að láta tékka á mér skyldi ég gera það. Það gerði ég hinsvegar ekki," segir Gerður Og hún segir sér það bæði ljúft og skylt að taka þátt í Go Red. „Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf," segir Gerður. Á morgun eru landsmenn hvattir til að klæðast rauðu og lýsa þannig yfir stuðningi í verki. „Þó það sé ekki nema að klæðast rauðum sokkum. Það er alltaf gott að minna á hjartað,“ segir Þórdís að lokum.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira