Landstólpi og Landstólpar Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2016 13:22 Arnar Bjarni segir sig hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings. Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira