Eftirlaun dómara hækkuðu alls um 38 prósent í fyrra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Mikið álag var á dómurum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 segir kjararáð sem frá 2011 hefur ákveðið dómurum sérstakt tímabundið álag á föst laun. Álagið hefur nú verið fellt inn í föst laun. Fréttablaðið/GVA Eftirlaun dómara hækkuðu um samtals 38 prósent á liðnu ári með ákvörðunum kjararáðs 17. nóvember og 18. desember. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hækkuðu eftirlaun dómara og makalífeyrir dómara um 26 prósent í kjölfar ákvörðunar kjararáðs viku fyrir jól. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar höfðu fengið í kjölfar hrunsins voru þá felldar inn í dagvinnulaun. Raunhækkun launa starfandi dómara var 8 prósent. Kom sú hækkun ofan á 9,3 prósent almenna hækkun mánuði fyrr. Alls hækkuðu laun dómaranna því í raun um 18 prósent. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," sagði meðal annars í niðurstöðu kjararáðs. "Lífeyrir dómara á eftirmannsreglu hækkuðu um 9,3 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember 2015. Úrskurðurinn frá 17. desember hafði í för með sér rúmlega 26 prósent hækkun sem fyrr greinir. Samtals var hækkunin rúmlega 38 prósent vegna þessara tveggja úrskurða," svarar Líferyrisjóður starfsmanna ríkisins því hver hafi verið heildarhækkun eftirlauna dómara á árinu 2015.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.vísir/hariMeð þessum hækkunum fóru meðaleftirlaun þeirra 29 sem fá eftirlaun dómara úr 441.328 krónur á mánuði í 609.033 krónur. Meðalhækkunin nemur þannig 167.705 krónum á mánuði. Til samanburðar má geta þess að hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins er 9,7 prósent milli áranna 2015 og 2016 og meðalhækkun eftirlauna hjá skjólstæðingum LSR í svokallaðri B-deild í fyrra var 11,8 prósent. Sá sem er í sambúð og hefur eingöngu ellilífeyrir frá TR hækkaði um 18.814 krónur og fær nú 212.776 krónur á mánuði með öllum viðbótargreiðslum. Í svari frá lífeyrissjóðnum segir að mikla vinnu þyrfti til að greina hvaða hópur hækkaði næst mest í eftirlaunum á eftir dómurum. "Við munum ekki til þess að neinn annar hópur hafi skorið sig sérstaklega úr í fyrra," segir þó í svarinu. Eftir frétt Fréttablaðsins á þriðjudag skrifaði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, grein þar sem hann útskýrði ákvörðun kjararáðs um laun dómara. "Frá árinu 2009 höfðu laun dómara þróast þannig að þau samanstóðu að verulegu leyti af yfirvinnugreiðslum sem ákveðnar voru frá ári til árs. Þessi launagrunnur dómara var löngu orðinn óásættanlegur, meðal annars með hliðsjón af alþjóðlegum viðmiðum um kjör dómara og sjálfstæði þeirra í starfi. Það var þó ekki fyrr en með umræddum úrskurði kjararáðs að þetta var lagfært að nokkru og laun dómara í auknum mæli skilgreind sem grunnlaun," skrifaði Skúli. Þá sagði Skúli að hækkun grunnlauna dómara leiddi til þess að eftirlaun þeirra sem falli undir svonefnda eftirmannsreglu tækju í ríkara mæli mið af launum dómara í reynd. Á þvi hafi verið vaxandi misbrestur. "Þessi breyting fól í sér sanngjarna og eðlilega leiðréttingu á eftirlaunum þessara dómara eða maka þeirra. Það er virðingarleysi við aðstæður og ævistarf þessa fólks að láta að því liggja að það hafi með úrskurði kjararáðs 17. desember síðastliðinn fengið óvenjulega eða óeðlilega hækkun eftirlauna sinna," sagði formaður Dómarafélags Íslands í grein sinni. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Eftirlaun dómara hækkuðu um samtals 38 prósent á liðnu ári með ákvörðunum kjararáðs 17. nóvember og 18. desember. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag hækkuðu eftirlaun dómara og makalífeyrir dómara um 26 prósent í kjölfar ákvörðunar kjararáðs viku fyrir jól. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar höfðu fengið í kjölfar hrunsins voru þá felldar inn í dagvinnulaun. Raunhækkun launa starfandi dómara var 8 prósent. Kom sú hækkun ofan á 9,3 prósent almenna hækkun mánuði fyrr. Alls hækkuðu laun dómaranna því í raun um 18 prósent. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," sagði meðal annars í niðurstöðu kjararáðs. "Lífeyrir dómara á eftirmannsreglu hækkuðu um 9,3 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember 2015. Úrskurðurinn frá 17. desember hafði í för með sér rúmlega 26 prósent hækkun sem fyrr greinir. Samtals var hækkunin rúmlega 38 prósent vegna þessara tveggja úrskurða," svarar Líferyrisjóður starfsmanna ríkisins því hver hafi verið heildarhækkun eftirlauna dómara á árinu 2015.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.vísir/hariMeð þessum hækkunum fóru meðaleftirlaun þeirra 29 sem fá eftirlaun dómara úr 441.328 krónur á mánuði í 609.033 krónur. Meðalhækkunin nemur þannig 167.705 krónum á mánuði. Til samanburðar má geta þess að hækkun ellilífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins er 9,7 prósent milli áranna 2015 og 2016 og meðalhækkun eftirlauna hjá skjólstæðingum LSR í svokallaðri B-deild í fyrra var 11,8 prósent. Sá sem er í sambúð og hefur eingöngu ellilífeyrir frá TR hækkaði um 18.814 krónur og fær nú 212.776 krónur á mánuði með öllum viðbótargreiðslum. Í svari frá lífeyrissjóðnum segir að mikla vinnu þyrfti til að greina hvaða hópur hækkaði næst mest í eftirlaunum á eftir dómurum. "Við munum ekki til þess að neinn annar hópur hafi skorið sig sérstaklega úr í fyrra," segir þó í svarinu. Eftir frétt Fréttablaðsins á þriðjudag skrifaði Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, grein þar sem hann útskýrði ákvörðun kjararáðs um laun dómara. "Frá árinu 2009 höfðu laun dómara þróast þannig að þau samanstóðu að verulegu leyti af yfirvinnugreiðslum sem ákveðnar voru frá ári til árs. Þessi launagrunnur dómara var löngu orðinn óásættanlegur, meðal annars með hliðsjón af alþjóðlegum viðmiðum um kjör dómara og sjálfstæði þeirra í starfi. Það var þó ekki fyrr en með umræddum úrskurði kjararáðs að þetta var lagfært að nokkru og laun dómara í auknum mæli skilgreind sem grunnlaun," skrifaði Skúli. Þá sagði Skúli að hækkun grunnlauna dómara leiddi til þess að eftirlaun þeirra sem falli undir svonefnda eftirmannsreglu tækju í ríkara mæli mið af launum dómara í reynd. Á þvi hafi verið vaxandi misbrestur. "Þessi breyting fól í sér sanngjarna og eðlilega leiðréttingu á eftirlaunum þessara dómara eða maka þeirra. Það er virðingarleysi við aðstæður og ævistarf þessa fólks að láta að því liggja að það hafi með úrskurði kjararáðs 17. desember síðastliðinn fengið óvenjulega eða óeðlilega hækkun eftirlauna sinna," sagði formaður Dómarafélags Íslands í grein sinni.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira