Sigldu konur með pöpum til Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 13:30 Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“. Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum.Teikning/Jakob Jóhannsson.Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands?Teikning/Jakon Jóhannsson. Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. Fornsögurnar segja að kristnir menn, sem Norðmenn kölluðu papa, hafi verið á Íslandi þegar víkingarnir komu en þeir hafi horfið á braut. Ari fróði segir í Íslendingabók að þeir hafi ekki viljað vera með heiðnum mönnum en skildu eftir „bækr írskar ok bjöllur ok bagla“. Tekist er á um það meðal fræði- og vísindamanna hvort fyrsta sönnunin sé nú fengin fyrir veru papa á Íslandi, - sem er nýleg aldursgreining hellis undir Eyjafjöllum.Írskur munkur, Dicuilus, segir frá því í riti frá árinu 825 að hann hafi hitt munka sem búið höfðu á eyjunni Thule í norðurhöfum.Teikning/Jakob Jóhannsson.Írskir munkar máttu giftast, þvert á það sem tíðkaðist í kaþólsku kirkjunni, og því hafa spurningar vaknað um hvort konur hafi verið með í för. Þá vilja sumir túlka papasögnina með þeim hætti að kristnar fjölskyldur hafi verið búnar að nema land fyrir tíð norrænna manna. Fjallað er um papana í þriðja þætti „Landnemanna“ á Stöð 2 á mánudagskvöld, 25. janúar. Þar verða skoðaðir manngerðir hellar, sem sumir vilja rekja til papa, og svæði heimsótt, á Suður- og Suðausturlandi, sem sögð eru hafa verið byggð pöpum til forna. Hér að ofan má sjá kynningarstiklu um papaþáttinn.Írskir munkar máttu giftast, ólíkt reglum kaþólsku kirkjunnar. Voru konur með í för til Íslands?Teikning/Jakon Jóhannsson.
Menning Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30