Takmarkað svigrúm til að gera breytingar á húsnæðisfrumvörpunum Una Sighvatsdóttir skrifar 24. janúar 2016 12:32 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“ Stjórnmálavísir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikilvægt að húsnæðisfrumvörp hennar verði afgreidd af þinginu í febrúar. Andstaða hefur verið í Sjálfstæðisflokknum útfærslu ráðherrans. Hún var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi nú í morgun. Fjögur frumvörp hennar sem snúa að húsnæðismálum eru nú til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis. Frumvörpin eru hluti af framlagi ríkisstjórnarinnar til kjarasamninga því samkomulag náðist við aðila vinnumarkaðarins í vor um að stjórnvöld færu í aðgerðir í húsnæðismálum, þar á meðal uppbyggingu á nýju félagslegu kerfið með meiri stuðningi við leigjendur og fjölgun félagslegra íbúða. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar verið gagnrýninn á útfærslu ráðherra á þessum loforðum og sett fyrirvara um að frumvörpin verði samþykkt. Eygló benti hins vegar á að frumvörpin hafi verið samþykkt í báðum stjórnarflokkum og ríkisstjórnin ætli sér að standa við gefin loforð. „Ég held að í ljósi þess að þetta er hluti af kjaraviðræðunum að þá er held ég mikilvægt að horfa til þess að það er takmarkað svigrúm þess vegna til að gera breytingar. Hins vegar er þetta í höndum þingsins og ég veit það að þingmenn munu vanda sig við þessa vinnu,“ sagði hún. Eygló sagði ekki mikinn tíma til stefnu, að mati aðila vinnumarkaðarins „Þeir hafa talað um að svona um mánaðamótin og þegar komið er inn í febrúar þá sé mikilvægt að það liggi fyrir niðurstaða varðandi vinnuna,“ sagði hún.Og þú gerir þér von um að það náist í febrúar? „Ég held að það sé mjög mikilvægt, sérstaklega þar sem þessir peningar sitja á reikningunum okkar og við viljum mjög gjarnan fara að koma þeim í vinnu sem snýr að því að tryggja fólki húsnæði,“ sagði ráðherrann. Þá sagðist Eygló hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar. „Ég er mjög fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars um verðtrygginguna,“ sagði hún. „Ég held að það myndi styrkja mjög málið. Við höfum verið að vinna að afnámi verðtryggingar af fasteignalánum en við höfum svo annarlega fundið fyrir því að það er andstaða gagnvart þeim breytingum og þeim hugmyndum sem við höfum verið með varðandi afnámið, þannig að það myndi svo sannarlega styrkja það.“
Stjórnmálavísir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira