Árni Páll segir samning um sjúkrahótel hafa verið sniðinn að þörfum eigenda en ekki þjóðarinnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. janúar 2016 14:40 „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ spyr Árni Páll. Vísir/Pjetur „Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum. Stjórnmálavísir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum.
Stjórnmálavísir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira