Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2016 12:49 Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Eygló Harðardóttir samstarfsráðherra Norðurlandanna hefur verulegar áhyggjur af þróun málefna flóttamanna í Evrópu og nýlegum lögum í Danmörku sem gera sameiningu fjölskyldna erfiðari. Þingmaður Bjartrar framtíðar skorar á ráðherrann að koma mótmælum Íslendinga við lögunum skýrt til skila. Danska þingið samþykkti ný lög í þessari viku sem heimila stjórnvöldum þar að gera eigur flóttamanna yfgir tiltekinni upphæð upptækar. Þá gera lögin fjölskyldum flóttamanna erfiðara að sameinast en áður. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar spurði Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra, sem jafnframt er samstarfsráðherra Norðurlanda, út í viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessum lögum og hvort þetta mál hafi verið rætt á vettvangi samstarfsráðherranna. „Ég myndi segja að hún sé forkastanleg þessi löggjöf út frá alls konar sjónarmiðum um mannréttindi og mannúð, sem við viljum tileinka okkur ekki síst sem Norðurlandaþjóð,“ sagði Guðmundur. „Staðan eins og hún hefur verið á undanförnum mánuðum í flóttamannamálum í Evrópu er eitthvað sem við höfum verulegar áhyggjur af,“ sagði Eygló og bætti við að það væri sannarlega ástæða til að ræða þessi mál á Alþingi. Hún sagði að menn hefðu aðallega lýst áhyggjum af þeim hluta laganna í Danmörku sem heimiluðu upptöku eigna en hún hefði einnig miklar áhyggjur af því að lögin gerðu þeim sem hefðu stöðu flóttamanna erfiðara að sameinast fjölskyldum sínum. Eygló sagði samstarfsráðherrana funda í Helsinki í næstu viku þar sem meðal annars ætti að ræða aðlögun flóttamanna að norrænum samfélögum. „Ég vona að hæstvirtur ráðherra komi á framfæri skýrum mótmælum Íslands, og vonandi ríkisstjórnarinnar sem hún situr í, við þessari hugsun. Mér finnst Norðurlandasamstarfið einna helst byggja á því að við deilum gildum. Við deilum viðhorfi og áherslu á mannréttindi í þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur. Ráðherra sagði menn nú horfa á breytta heimsmynd og veruleika. Það væri verið að ræða þessi mál á evrópskum vettvangi, innan norrænu ráðherranefndarinnar og hún reiknaði með að alþingismenn ræddu þróunina. Ekki bara í Danmörku heldur öðrum löndum einnig. „Og hvernig sé best að vinna úr þessu. Gera það einmitt á grundvelli þeirra áherslna sem sem þingmaðurinn nefnir hér. Á grundvelli þess sem einkennt hefur norræn samfélög. Okkar norrænu gildi. Virðingunni fyrir mannréttindum og að við hugum að því hvernig við getum stutt hvern og einn einstakling sem kemur til okkar og þá sem búa í okkar samfélagi með sem bestum hætti,“ sagði Eygló Harðardóttir.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira