Óbærilegt að sjá enga manneskju allan daginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2016 20:00 Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta. Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta.
Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00